Meðgöngujóga hjá Auði í Jógasetrinu

Ég var svo heppin að farið í meðgöngujóga hjá Auði í Jógasetrinu á meðgöngunni. Mig langar að að segja ykkur frá minni upplifun.
Ég man þegar ég fór fyrst í prufutíma þegar ég var komin frekar stutt, sást í raun varla að ég væri ólétt. Ég fór þá með frænku minni sem var gengin 4 mánuðum lengra en ég og búin að vera hjá Auði í einhvern tíma. Það var ótrúlega skrítið að strax í fyrsta tímanum, þegar við byrjuðum að syngja möntruna Onge namo af disknum Grase fann ég hvað það var ótrúlegur kraftur og samstaða meðal kvennana í herberginu. Það er erfitt að lýsa þessu en svona upplifði ég þetta. Ég söng einmitt þetta lag aftur og aftur á leiðinni á spítalan (þegar við keyrðum frá Reykjavík á Selfoss).
Ég byrjaði ekki strax í jóganu eftir þennan tíma, ég var enn að æfa á fullu, vinna og allt það. Mér fannst ég ekki koma því inn í dagskránna en var ákveðin í að byrja þegar ég yrði komin lengra og farin að minnka ákvefðina meira í hefbundnum æfingum. Ég byrjaði aftur þegar ég var komin 33 vikur. Þá sá ég eftir því að hafa ekki byrjað fyrr. Ég var t.d búin að vera með verki í bakinu um tíma sem fóru eftir þrem dögum seinna eftir ég byrjaði í jóganu hjá Auði. Ég var einmitt búin að deila nokkrum bakteygju æfingum með ykkur sem hægt er að lesa hér.
Ég fór í eins margar tíma og ég gat. Það er svo ótrúlega líkamlega og andlega gott að fara í jógað. Auður er búin að kenna þessa tíma í 17 ár
Jógatímarnir voru ótrúlega góður undirbúningur fyrir fæðinguna. Við vorum alltaf að æfa öndunina sem skipti sköpum þegar samdrættirnir og hríðarnar voru harðir að ná að anda sig í gegnum það. Skrítið hvernig maður vill halda í sér andanum og spennist allur upp – sem geri verkina enn verri. Með að fara í meðgöngujóga hjá Auði lærði ég að treysta betur á að líkaminn mundi vita hvað hann ætti að gera þegar kæmi að fæðingunni. Ég varð sjálfsöruggri og spenntari.
Ég er ekki ein um það að vera samfærð um það að með að nota jógaöndun hafi maður náð að sleppa að nota allavega minna af verkmeðferðum (mænudeyfinu, gas, ofl). Á sama tíma að undirbúa sig andlega að taka á móti hverri hríð, ekki streitast á móti heldur að ná að slaka eins og hægt er í gegnum hverja hríð. Ég er viss um að útvíkkunin og fæðingin gekk svona vel hjá mér af því ég notaði þessa jógatækni sem ég lærði hjá Auði.
Tímarnir eru líka fjölbreyttir. Við erum að gera teygjuæfingar, hlusta á fæðingasögur, spjallhringur, slökun, syngja, styrktaræfingar, öndunaræfingar og uppáhaldið mitt var að dansa. Því stærri sem kúlan var því skemmtilegra fannst mér að dansa. Það geta líka allar farið í jóga, þegar ég var með mikla samdrætti undir restina þá mæti ég samt í tímann en gerði lítið, rétt hreyfði hendurnar með, en gat sungið og slakað vel á.
Auður er líka fræg fyrir að eiga ógrynni af fæðingasögum. Konur sem hafa verið í jóga hj
Ég mæli hiklaust með að fara í meðgöngujóga fyrir allar óléttar konur. Það er hægt að kaupa vikupassa eða lengra tímabil í einu, getið séð nánari upplýsingar hér. Ég sé allavega ekki eftir að hafa farið og mun kláralega fara aftur næst þegar ég verð ólétt. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að koma í jóga til Auði og ég lofaði henni að deila minni reynslu um tímana hennar.
Myndirnar sem eru með þessari fæslu eru teknar þegar ég var komin 35 vikur. Auður tók myndirnar.