Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Fljótleg Rabarbara kaka – sem allir elska

Fljótleg Rabarbara kaka – sem allir elska

Ég gerði þessa rabarbaraköku um daginn fyrir matarboð sem vakti mikla lukku. Ég vildi því deila þessari uppskrift með ykkur.

Þetta er fljótleg og einföld kaka sem passar fyrir 5-6 manns í eftirrétt – gott að hafa ís eða þeyttan rjóma með

Nr. 1.  saxa 450-500 gr af rabarbara – sett í eldfast mót

Nr. 2. Strá kanilsykri yfi

Nr. 3 Bræða 200 gr íslenskt hreint smjör

Nr. 4 Hræra 1/2 bolla af hunangi við smjörið í skál

Nr. 5 Blanda rest af innihaldsefni við:

-1 bolli heilhveiti frá Doves

-1/2 bolli Kókossykur frá Sólgæti

-2 stk. egg

-1 tsk matarsódi

-1 bolli kókosmjöl frá H-berg.

Nr. 6. Hræra vel saman og hella yfir rabarbarann í eldfasta mótinu.

Nr. 7 Baka í 20-30 mín í 180°C

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply