Meðgönguleikfimi – óléttar konur mega æfa

Ég er búin að vera í meðgönguleikfimi í World Class síðustu vikur og er síðasta vikan á þessu námskeið núna að byrja. Þetta er sex vikna námskeið. Nýtt námskeið er að byrja núna 16. maí, skráning er hafin og eru aðeins 25 pláss laus.
Helstu kostnirnir við þessa tíma finnst mér eru:
- Æfa í hópi, ekki ein að gera öðruvísi prógramm á meðan allir hinir eru á öðru prógrammi
- Alhliða og fjölbreyttar æfingar
- Skemmtilegur mórall og hress kennari
- Tekið vel á því í klst, komin heim snemma (búin kl 17:30)
- Æfa undir leiðsögn kennara sem er vön og menntuð að þjálfa óléttar konur
- Ég er í betra líkamlegu formi en áður en ég byrjaði (þá komin 19 vikur).
- Ég lærði nýjar æfingar sem ég get haldið áfram að gera þegar ég fer sjálf á æfingar.
- Skemmtilegt að hitta aðrar óléttar sem upplifa það sama og ég, það er öðruvísi að æfa ólétt
Þú getur lesið nánar um námskeiðið hér.
Ég verð að viðurkenna að ég var með smá efasemdir þegar ég byrjaði, hélt að þetta væri ekki nógu mikil æfing fyrir mig því ég er vön að æfa. En svo var sko aldeilis ekki raunin! Ég er yfirleitt með harðsperrur eftir hvern tíma. Ég áttaði mig á að ég var í raun búin að vera „of góð“ við sjálfan mig, það er allt í lagi að taka á því þó ég sé ólétt.
Mér finnst ótrúlegt hvað ég fæ of spurningar og viðhorf eins og ég ætti ekki að vera æfa eins og ég ætti að gera. Ég var því kannski farin að gera enn minna og fannst eins og ég mætti ekkert reyna á mig. Það er í góðu lagi að svitna og taka aðeins á því. Svo lengi sem maður stendur ekki á öndinni og gerir ekki útaf við sig. Ég hef heyrt athugasemdir og viðhorf til mín að..
- Ég eigi ekki að taka of mikið á því
- Það er í lagi að slaka á ef maður er óléttur
- það er í lagi að vera ekki í formi ef maður er óléttur
- það er eðlilegt að fitna ef maður er óléttur
- ég þarf ekki að leika einhverja hetju sem getur allt þó ég sé ólétt
…. og lengi mætti telja áfram. En raunin er að ég er ekki að reyna neitt og alls ekki að þjóskast neitt. Ég geri það sem mér líður vel með. Ég get ekki hlaupið eða gert æfingar á öðrum fæti útaf grindarverkjum. En ég get gert svo mikið annað og geri það. Ég er mikið í því að deila (á snapcaht og instagram undir fjolasigny) hvað ég er að gera og hvernig ég er að æfa til að vekja athygli (og vonandi hvatningu að það sé hægt að æfa þó maður sé óléttur). Þó ég geti gert eitthvað þýðir ekki að allar ættu að gera það, kannski get ég ekki gert það á næstu meðgöngu, kannski get ég gert meira. Besta er að ég fæ bara hrós og hvatningu þegar ég fer í meðgönguleikfimi í World Class, það eru samt oft erfiðustu æfingarnar sem ég geri.
Bara svo það sé alveg á á hreinu þá mæla allir fagaðilar (læknar, ljósmæður..) að maður æfi á meðgöngu. Það er gott fyrir móður og barn. Fæðingin verður auðveldari, móðirin verður fyrr að jafna sig og barninu líður líka betur og oft hraustara. Til eru margar rannsóknir og greinar um að óléttar konur mega æfa. Þó ég viti að ég sé ekki að gera neitt sem ég ætti ekki að gera getur það verið stundum erfitt að þurfa að svara þessari gagnrýni, auðvitað er ég líka oft stressuð að eitthvað komið fyrir – sem er ekki óalgengt með fyrsta barn. Einnig er meðgangn ólík og við erum með ólíkan bakgrunn, ég er t.d að taka æfingar af minni ákefð en áður en það er kannski miklu meira en aðrar gerðu áður. Ég finn ef ég er að gera of mikið, ég þekki minn líkama.
Best er líka að hver tími er alhliða þjálfun þannig að þó maður missir af tíma þá nær maður að halda öllum líkamanum í standi.
Við erum yfirleitt að gera æfingar í ákveðin tíma, stutt pása til að skipta um æfingu og farnir 3-4 hringir og þá tekin lengri pása. Kosturinn við þetta er að þá getur hver og ein tekið á því á sinum hraða. Þú getur verið með þyngri lóð eða gert fleiri endurtekningar ef þú kýst svo.
Það eru líka bara óléttar konur að æfa með þér svo það er engin sem skilur ekki afhverju þú getur ekki gert einhverjar æfingar. Það er oft æfingar sem ég get ekki gert útaf verk í lífbeininu/grindarverkir en svo get ég gert aðrar æfingar sem einhver önnur getur ekki gert.
Það eru konur á öllum aldri komnar mis langt allt frá því að vera stutt frá settum degi eða aðrar sem eru kannski komnar 14 vikur.
Ég er með grindarverki og þá þarf bara að passa mig alltaf á æfingum að
- hafa pallinn lágan sem við notum við æfingar
- engin hlaup/skokk
- gera aldrei æfingar standandi á öðrum fæti (í lagi að liggja og þjálfa annan fótinn)
- fara grynnra í margar æfingar
- hafa alltaf mjaðmabreidd á milli hnáa
- pass að halla mér ekki fram t.d þegar við gerum framstig, heldur hreyfa mig bara upp og niður
- stoppa og gera annað ef ég fæ verk/tog í lífbeinið
- Ef ég fæ smá verk hjálpar að taka styttri skref, spenna rass og grindabotn.
… Þórdís kennarinn er líka yfirleitt með hugmyndir af öðruvísi útfærslu á æfingum.
Ég er í samstarfi við World Class og fékk að fara á námskeiðið og kynna það. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að farið á þetta skemmtilega námskeið og núna er nýtt námskeið að hefjast sem ég er að spá í að fara líka á. Það er hægt að skrá sig hér