Jólaísinn

Í ár gerði ég öðruvísi jólaís, þar sem uppskriftinar sem ég hef notað innihalda alltaf kúa-mjólkurvörur. Í ár bjó til uppskriftina sjálf, mjólkurlausan ís. Það var bæði mjólkur ís og minn ís í boði og fólki fannst minn ekkert síðri 🙂
Hér kemur uppskriftin:
2 eggjahvítur
100 gr púðusykur
150 gr. soja- sprauturjómi
160 gr. ichoc vegan súkkulaði
20 gr. H-berg kókosmjöl
Aðferð:
1) Þeyta eggjahvítu og púðursykur í marengs
2) Bræða súkkulaðið í vatnsbaði og láta súkkulaðið kólna aðeins
3) Hæra sojarjómanum við varlega.
4) Hræra kókosmjölinu rólega við
5) Hæra súkkulaðnu rólega við.
6) Setja í lofttæmt box, inn í frysti.
Mjög gott að hafa ferska ávexti með og bræða svo dökkt súkkulaði til að setja yfir.