Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Sleppa glúteni í 3 vikur – ertu með?

Sleppa glúteni í 3 vikur – ertu með?

Læknirinn minn mældi með því að ég mundi prófa að sleppa gluteni í 3 vikur og svo sleppa mjólkuvörum í 3 vikur til að finna hvort það hafi mikil áhrif.

Ég er nokkuð viss um að mér á eftir að líða betur, því ég finn að þegar ég borða mikið af hveiti eða mjólk er ég verri í maganum og með meiri verki. Ég hef hinsvegar ekki lagt í það því það er smá vinna að finna eitthvað annað í staðin. Maður þarf að undirbúa sig og finna annað í staðin fyrir það sem inniheldur gluten/mjólk.

Ég ætla að byrja 1. júlí að sleppa gluteni til 22. júli. Ég ætla að nýta þessa viku að búa til „matseðil“ eða hugmyndir af mat sem ég borða þessar 3 vikur. Ég þarf að borða mikið af kolvetnum og því er auðvelt að detta í að fá sér t.d hrökkbrauð/brauð. Ég þarf þá að baka mitt eigið brauð eða finna brauð sem innihalda ekki gluten. Ég ætla svo að taka 3 vikur í ágúst þar sem ég sleppi mjólkurvörum.

Mér datt í hug að reyna að fá fleiri til þess að taka þátt í þessu með mér og við getum deilt hugmyndum af mat/uppskriftum sem við erum að borða. Líka þeir sem eru nú þegar á glutenlausu fæði að vera með í þessum hóp og deila með okkur hvað þeir eru að borða. Ég ætla þá að nota Facebook hópinn „Félagar Fjólu“ þar sem fólk geti deilt uppskriftum þar á milli. Endilega bætið ykkur í hópinn 🙂 Einnig er ég dugleg að deila á snapchat og instagram hvað ég er að borða – þið getið fylgt mér þar, notendanafnið er „fjolasigny“

Það sem hafa þarf í huga er að fá nóg af steinefnum, trefjum og vítamínum (sérstaklega B-vítamín). Það getur verið sterkur leikur að taka inn fjölvítamín, steinefni og b-vítamín ef maður er að sleppa gluteni alveg.

Smá fróðleikur um gluten:

Kornvörur eru meginsuppspretta glútens. Hveiti, spelt, rúgur og bygg innihalda glúten.

Þetta er glútenlaust. Þú mátt borða:

  • Ávextir, ávaxtasafa og grænmeti
  • Egg
  • Hreint, ferskt kjöt
  • Fiskur
  • Hnetur, hörfræ, kókos og möndlur
  • Hreint jógúrt, ostur
    Skyr og aðrar hreinar mjólkurafurðir
  • Kartöflur og sætar kartöflur
  • Ávextir, ávaxtasafa og grænmeti,
  • Matarolía
  • Baunir
  • Hrísgrjón, maís (corn), quinoa
  • bókhveiti (buckwheat),  hirsi (millet), amaranth, örvarrót (arrowroot).

Glútenlausar kornvörur t.d. brauð, kökur og morgunkorn sem inniheldur maís, kókosmjöl, bókhveiti, kartöflumjöl, hrísgrjónamjöl, quinoa, eða annað glútenlaust hveiti

Það er hægt að kaupa glútenlausar kornvörur og eru þær þá sérstaklega merktar glútenlausar. 

Þennan mat þarf að skoða sérstaklega…

  • Pylsur, kjötbollur, kjötfars, skinku og aðrar blandaðar kjötvörur
  • Pakkamatur t.d. sósur, kryddblöndur, súpur og frystar matvörur
  • Nammi, t.d. lakkrís, Coca Cola, karamellur og fyllt súkkulaði.
  • Ís getur stundum innihaldið glúten.
  • Sykurlausar vörur eins og t.d. tyggjó.
  • Þá þarf að athuga hvort sætuefnið sé nokkuð unnið úr korni.
  • Glúten leynist líka víða annars staðar, til dæmis í frosnu grænmeti, sumum lyfjum og jafnvel í sumu tannkremi og snyrtivörum.

Vörur sem algengt er að innihaldi glúten og skal varast eru: umbreytt sterkja (modified food starch), dextrín/sterkjusykur (dextrin), mörg bragðefni (flavouring) og þykkni/kraftar (extract), hydrolyzed vegetable protein, þykktur matur eins og súpur, sósur og kássur, sojasósa og unnar kjötvörur.

Þessi matur inniheldur glúten!

  • Brauð, pizzur, pasta, núðlur og annað sem er unnið úr hveiti, spelti, höfrum, rúgi eða öðru korni sem inniheldur glúten
  • Morgunkorn sem er ekki sérstaklega merkt glútenlaust
  • Kúskús
  • Malt og maltextrakt
  • Bjór ( nema að hann sé sérstaklega unnið úr rísi í stað korns)
  • Sinnep
  • Steiktur laukur.
  • Kex
  • Mikið af sósum,
  • Unnar kjötvörur og ýmis tilbúinn skyndimatur.

Þessi innihaldsefni innihalda gluten: hveiti (wheat), rúgur (rye), spelt (spelt), hafrar (oats), bygg (barley), bankabygg (scotch/common barley), símiljukorn (semolina), kúskús (couscous), brotið hveiti (bulgar) og harðhveiti/durumhveiti (durum flour).

Screen Shot 2016-06-26 at 15.34.12

Að lokum

Hafa ber í huga að maður ætti ekki að sleppa gluteni alfarið yfir lengri tíma nema samkvæmt læknisráði. Það eru ekki margir sem eru með glutenóþol. Til dæmis eru aðeins 3-4 af hverjum 1000 í Svíþjóð með þetta óþol og talið að það sé minna á Íslandi. Hinsvegar er það ekki gott fyrir neinn að borða of mikið af hvítu hveiti. Ef grunur er um að viðkomandi sé með glutenóþol er hægt að greina það með blóðprufu.

Hinsvegar getur einstaklingar verið með glútennæmi hafa ekki bólgubreytingar í þörmum eins og sjúklingar með glútenóþol. Þá þola þeir illa gluten án þess að vera með eiginlegt glútenóþol að ræða.

Upplýsingar teknar frá Tekið af gluten.is, mataraedi.is, heilsusidan.is, visindavefur.is.

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply