Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Hvaða hlaupaskó nota ég?

Hvaða hlaupaskó nota ég?

Það virðist vera að fólk hafi mestan áhuga á að vita hvað ég borða og svo hvaða skó ég nota. Hvorutveggja hentar mér miða við hvernig ég æfi. Ég nota til dæmis mismuandi skópör eftir því hvað ég er að gera. Allir eiga þeir sameiginlega að vera frá Brooks. Brooks er eitt elsta merkið í skóm eða var stofnað 1914. Til að mynda byrjaði Asics eftir Brooks að framleiða skó með gelhæl. Skórnir frá Brooks hafa hlotið fullt af verðlaunum og viðurkenningum fyrir góða hönnun. Enda sérhæfa þeir sig í hlaupaskóm og allt fyrir hlauparann. Það sem er enn betra við Brooks er að skórnir þeirra eru ódýrir á miðavið önnur merki sem þeir keppa við. Einnig kosta skórnir á Íslandi minna eða jafnmikið og erlendis.

Brooks skórnir fást í flestum íþróttaverslunum. Mér finnst frábært að fara í búðina Eins og Fætur Toga í Bæjarlind þar sem maður fær frábæra þjónustu við að finna rétta parið.

Ég er búin að nota Brooks í mörg ár og skórnir sem ég hef notað merst eru eftirfarandi:

Ghostghost

 • Ég notaði Ghost mest þangað til í vetur. Þessir skór henta vel í langhlaup, ef þú ert að hlaupa í 15 mín eða lengur.
 • Ég sleit liðband síðasta sumar og þá var gott að vera í þessum skó því það er mjög góður stuðningur við fótinn (kringum hælinn).
 • Þeir eru mjög mjúkir og því góðir fyrir þá sem eru með beinhimnubólgu og með viðkæma fætur.
 • Editors Choice hjá „Runners World“  í sept. 2015 með eina hæstu einkunn sem gefin hefur verið.  Fengið 5 sinnum EC á 8 árum og getur gert tilkall í „besta hlaupaskó í heimi“.
 • Allur miðsólinn er blanda af EVA höggdempunarefni og fljótandi Geli, gefur frábæra blöndu af fjöðrun og höggdempun.
 • Ghost er byggður frá hæl og rúllar þér alltaf áfram. 99% hlaupara sem stunda lengri hlaup lenda á hælnum (alveg sama hvað þeir segja).
 • Þyngd: kvk. 249/ kk. 292 gr.
 • Drop: 11mm.
 • Verð: 21.990

LaunchLaunch 3

Núna í vetur byrjaði ég að nota alltaf þessa skó mest á æfingum. Þeir henta ótrúlega vel fyrir hlaupadrillur og þrek æfingar í salnum.

Helsti munurinn á Launch og Ghost er að Launch er ekki eins mjúkir – meiri fjöðrum betra t.d að hoppa hærra. Einnig eru þeir aðeins þyngri. Maður er mun léttari á sér í Launch en Ghost.

Þar sem ég er ekki að hlaupa langt og mest í nokkrar mínútúr þá finnst mér þessir skór hentar mér best sem aðal æfingaskór

 • Léttari skór fyrir þá sem eru lengra komnir, frábær fjöðrun þeytir þér áfram hvort sem þú ert að taka spretti eða hlaupa maraþon
 • Höggdempun undir öllum sólanum.
 • Þyngd: 230 gr. Kvenna     280 gr. karla    Drop:   4 mm.
 • Fullt verð: 19.990

Pure Flow „léttur í ræktina“

Pure Flow eru pínu uppáhalds því mér finnst þér svo ótrúlega flottir í útliti.Pure flow

Ég á eitt par sem ég nota sem götuskó alla daga og annað par sem ég nota fyrir spretti – þegar ég nota ekki gaddaskó.

Þessir skór eru mjög léttir og með góða fjöðrun.

 • Best update hjá „Runners World“  fyrir vor 2015
 • Þéttur að fætinum , flatur og stöðugur
 • Höggdempandi miðsóli
 • Þyngd: 220 gr. Kvenna     260 gr. karla    Drop:   4 mm.

Fullt verð. 18.990

Gaddaskór: 2Qw-k

Þessir gaddaskór eru geðveikir!

2Qw-k nr 2Mega flottir og maður hleypur eins og vindurinn. Ég hef prófað nokkra gaddaskó hjá Brooks og þessir eru klárlega uppáhaldsskórnir mínir!

 • Einn tæknilegasti skórinn á markaðinum fyrir spretthlaup  (400 metrar og styttra)
 • Latex hælpúði gefur höggdempun sem er óvenjuleg í sprettskóm
 • PeBax sprettplata gefur hámarks  kraft í hverju skrefi
 • 8 Gaddar á útpældum stöðum gefa hámarks grip
 • Utanáliggjandi hælkappi fyrir meiri stöðugleika
 • Saumalaus yfirbyggingin er brædd á botnplötuna, er sterk og heldur þétt um fótinn
 • Skór no.42,5 er 160 gr.

Skórnir kosta 33.990 kr. en Þeir fást í búðinni Eins og Fætur Toga á 24.990 kr! Ef þú mundir kaupa þessa skó á netinu kosta þeir 200 dollara eða 25.000 kr og þá á eftir að greiða sendingu, tolla og önnur gjöld!2Qw-k

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply