Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Hvernig Checkmylevel hjálpaði mér

Hvernig Checkmylevel hjálpaði mér

Mig langar að segja ykkur aðeins frá Checkmylevel, þar sem margir hafa spurt mig um tækið. Ég er sjálf búin að nota það síðan apríl 2014. En tækið kom á markað 2013 eftir 8 ára þróunarvinnu.

Checkmylevel er tæki sem hjálpar fólki að átta sig á sínum takmörkunum. Það hjálpar íþróttamanni og þjálfurum að besta þjálfununa. Ekki æfa of lítið eða of mikið.

Þetta er bylting fyrir íþróttafólk og fólk sem er að byggja sig upp. Tækið er einstakt að því leiti að það mælir hversu þreyttur líkaminn er og leggur til hvort þú eigir að hvíla, taka létta æfingu eða taka vel á því með því að mæla taugaboð í úttaugakerfi líkamans. Það sem sagt mælir hversu mikið líkaminn er búinn að endurheimta og hjálpar manni að forðast ofþjálfun

Mæling fer þannig fram að þú límir sérstakan þráð sem fylgir tækinu á vinstri úlnlið (lengst til vinstri). Tengir tækið við app í símanum í gegnum bluetooth. Lætur þráðinn í tækið og kveikir á tækinu. Hendin liggur slök á borðinu og tækið sendir smá rafstraum í þráðinn sem ertir taugakerfið. Tækið mælir hversu mikinn straum þú þarft og hversu langan tíma það tekur fyrir taugakerfið að bregðast við. Það tekur 7 daga eða 7 mælingar (maður gerir mælinguna 1x á dag) áður en þú færð fyrstu niðurstöðuna því það tekur þann tíma fyrir appið að læra inn á þig. Við erum öll ólík og eru því niðurstöðurnar einstaklingsbundnar. Það geta hinsvegar margir notað sama tækið en hver og einn þarf að eiga sinn aðgang í appinu.

Einnig leggur tækið til hvort þú takir þolæfingu og/eða styrktaræfingu. Það er ekki aðeins æfingaálag sem hefur áhrif á niðurstöðurnar heldur einnig svefn, mataræði, andlegt álag, hormónaflæði o.fl. Þetta tæki er góð leið til að átta sig á hversu mikið álag viðkomandi getur lagt á líkamann og þannig náð sem mestu út úr æfingaprógramminu. Það er oft erfitt fyrir þjálfara að átta sig á hvað annað utanaðkomandi álag hefur mikil áhrif á iðkendan.

Eins og er, þá er ekkert annað tækið eins og Checkmylevel. En miðað við svipaða tækni og ef við setjum þau á ás sést greinilega hvað Checkmylevel sker sig mikið úr:

checkmylevel á ás

Það er frekar kaldhæðnislegt að ég byrjaði að nota tækið rétt áður en ég lenti í ofálaginu. Það er kaldhæðnislegt því ef ég hefði farið eftir því hefði ég ekki lent í því. Tækið byrjaði fljótlega að segja mér að taka því rólega, svo að sleppa æfingum en ég tók ekki mikið mark á þessu tæki. Ég sagði að ég hefði oft verið jafnvel þreyttari að taka æfingar, það væri ekkert að marka þetta tæki og hélt áfram. Þjálfarinn minn minnkaði samt æfingarnar því hann hafði mikla trú á þessu tæki. En vandamálið var í raun ekki æfingarnar því ég var að vinna of mikið og flytja heim til Íslands og meira annað álag. Niðurstöðurnar voru búnar að breytast yfir í „Get help“ því að taugakerfið hjá mér hafði breyst gríðalega. 1-2 mánuðum síðar var staðfest að ég væri búin að fara yfir strikið. Ég er fyrst núna næstum 2 árum síðar loksins að komast aftur í sama form.

Ég byrjaði ekki að bæta styrkinn hjá mér fyrr en ég fór að fylgja tækinu. Ég hafði ekki þolinmæðina að gera alltaf svona lítið og hvíla mikið. Þetta er það erfiðasta sem ég veit að reyna að koma mér í form með því að hvíla endalaust. Það er þó mun auðveldara að segja „tækið segir að ég þurfi að hvíla.“ Þá er ég búin að fría mig frá því, því mér finnst ég alltaf vera löt ef ég geri ekki æfinguna, en það gott fyrir sálina að fá að vita að ég sé í raun þreytt en ekki löt.

Hér að neðan sjáið þið hvernig appið lítur út í símann og hversu nett tækið er. Fyrir frekari upplýsingar og ummæli frá notendum er hægt að skoða heimasíðuna www.checkmylevel.is  Það er líka hægt að senda tölvupóst á info@checkmylevel.is.

Þetta er notað m.a notað af liðum í NFL, NHL, NBA, FA PREMIER LEAGUE og BUNDESLIGA.

checkmylevel

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply