Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Að geta stjórnað draumum á meðan þú sefur

Að geta stjórnað draumum á meðan þú sefur

Ég hef þann „hæfileika“ ef það er rétta orðið yfir það að geta stjórnað daumum á meðan ég sef. Mig dreymir mjög mikið og gegnum ævina þá var þetta þannig að ef mér fannt eitthvað of ótrúlegt hugsaði ég „mér hlýtur að vera dreyma“ og kleyp í mig og ef ég fann það ekki þá vissi að mig væri að dreyma. Eftir að ég vissi að mig væri að dreyma þá var mér „alveg sama“ hvað ég gerði hvort ég braut eitthvað eða gerði eitthvað fáranlegt – mig var hvort sem er að dreyma.

Þegar myndin Inception kom þá ruglaði það alveg í hausnum á mér. Er ég vakandi eða sofandi? mér fannst þetta líka vera staðfesting á að fleiri upplifa þetta. Jón Steinar las sig svo til um þetta og fann út að það eru mjög margir sem geta þetta. Sumir eru jafnvel að „þjálfa“ sig upp í að ná að vera „vakandi“ í draumunum sínum. Því þegar maður veit að maður sé að dreyma þá getur maður stjórnað draumnum sínum. Ég hef frá því reynt að stjórna draumunum þegar ég átta mig á því að mig sé að dreyma en þetta er æfing. Til dæmis í fyrst skipti sem ég vissi að ég gæti stjórnað draumnum hugsaði ég „já ég get stjórnað hvað gerist“ ég hafði þá ekkert hugmyndaflug og ákvað að hugsa að jörðin mundi lyftast upp eins og gerist í Inception myndinn eins og þessi mynd sýnir:

Nema hvað þegar jörðin fór að hreyfast upp þá skapaðist mikil skelfing í draumnum – viðbrögð eins og ef þetta mundi gerast í alvörunni. Ég varð sjálf hrædd og hljóp í átt að bíl og hugsaði „það eru lyklar í bílnum, það eru lyklar í bílnum“ og svo voru lyklar í bílnum og ég gat keyrt í burtu. Ég áttaði mig ekki á að bara hugsa og láta jörðina fara aftur niður. Þetta er svona dæmi um hvernig maður lærir á þetta smátt og smátt.
Ég get alveg ímyndað mér að fólk sem er mjög fært í þessu gæti orðið svefnsjúkt. Vilja bara lifa í þessum óraunverulega heimi. Ég hef yfirleitt eftir þetta „Inception atriði“ gert eitthvað skemmtilegt í draumunum. Einhvern tímann var ég að leika mér að sigla á jet ski upp og niður á, ég hef líka hlaupið 400m grind á hlaupabrautinni ótrúlega hratt, núna í vikunni djammaði ég með vinkonum mínum. Ég þarf að forgangsraða í hvað ég nota orkuna mína yfir daginn núna þegar keppnistímabilið er þá er ég að reyna spara mig eins og ég get fyrir frjálsar. Þar sem ég hef valið að hvíla mig fyrir keppnir í stað þess að fara að dansa með vinkonum mínum þá er komin uppsöfnuð þörf fyrir að dansa. Í draumnum í vikunni dansaði ég alla nóttina með vinkonum mínum ég varð aldrei þreytt, engir verkir bara gaman! Jón Steinar vaknar líka reglulega við það að ég sé að hlæja upp úr svefni, ekki skrítið 😉
Mig langar endilega vita af því ef það eru einhverjir sem getað stjórnað draumunum sínum, eða átta sig regulega á því að þeir séu dreyma.

 

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply