Á leiðinni heim frá Finnlandi

Þrátt fyrir að ég sé ekki alveg í því formi sem ég er í þá verð ég að keppa erlendis ef ég ætla að taka almennilegt keppnistímabil. Þar sem ég þarf helst að hafa logn og 20°C sem er afar erfitt á Íslandi. Ég fór því til Kuortane í Finnlandi og keppti þar í gær. Tíminn var ekki eins góður (eða 64,02s) og ég ætlaði mér þrátt fyrir að vera minn ársbesti tími og 2. besti tíminn í ár hjá konum í 400m grind.
Ég ætlaði mér meira og þá er maður alltaf svekktur að ná ekki sínum markmiðum. Hinsvegar er mikilvægt að læra af því sem hefði betur mátt fara og einblína á það sem er jákvætt. Ég átti t.d ágætt hlaup fyrstu 6 grindur svo hitti ég illa á þær og hægði rosalega mikið á mér. Það sem er einnig jákvætt við þessa ferð er að fara aðeins í burtu úr venjulegu umhverfi og eiga smá tíma fyrir sig. Mótið er haldið á velli sem er staðsett í miðjum skógi langt frá næsta bæ. Það er því ekkert annað að gera en að njóta lífsins, slaka á og hugsa um sjálfan sig.
Næsta og síðasta mót er 22. ágúst í Belgíu. Núna reyni ég að æfa eins og ég get – eins og ökklinn leyfir. Hann er enn bólginn og verkjar ef ég hleyp. Sjúkraþjálfarinn fylgist grannt með og er búinn að gefa grænt ljós á að klára tímabilið, ég er ekkert að eyðileggja neitt frekar bara seinka bata.
Ég hlakka til að komast aftur út og keppa í hitanum,
![]() |
Alltaf gaman að láta taka á móti sér með svona skilti |
![]() ![]() ![]() ![]() |
Fallegt við vatnið hjá hótelinu |
![]() ![]() ![]() ![]() |
Upphitunarsvæðið |
![]() ![]() ![]() ![]() |
Tekin á æfingu á vellinum. Ný búið að gera upp völlinn og þetta var fyrsta mótið á vellinum! |
![]() ![]() ![]() ![]() |
útsýnið mitt útum herbergisgluggan, hvernig er ekki hægt að stoppa og njóta! |
![]() ![]() ![]() ![]() |
Á keppnisdaginn í bolnum mínum sem sýna fyrirtækin sem hafa verið að styðja mig 🙂 |
![]() ![]() ![]() ![]() |
Mikilvægt að kæla ökklan vel eftir hlaup, hann fær bráðum hvíld |