Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Þegar maður er að koma til baka eftir meiðsli

Þegar maður er að koma til baka eftir meiðsli

Ég var í viðtali við Heilsutorg.is sem hægt er að sjá hér þar sem ég er að tala ma. um hvernig það er að vera með vefjagigt og jafnframt að vera afreksmanneskja í íþróttum. Mig langði því að koma með smá færslu hvernig það er að keppa með verki og koma sér að stað eftir meiðsli. Með smá dæmi frá síðustu helgi.

Meistaramót Íslands var síðustu helgi sem er stærsta mótið hér á Íslandi (undantekning þegar Smáþjóðleikarnir eru haldnir hér).

Ég byrjaði laugardaginn á að togna á fæti í upphitun fyrir forkeppni í langstökki.  Þegar ég fór að hita upp fyrir 100 m grind fór öll upphitunin í að peppa mig upp andlega. Það er sjúklega erfitt að loka á svona verki og hugsanir sem draga úr manni. Mér tókst þetta ágætlega náði allavega að ársbesta tíma 15,17s og 2. sæti. Ég stökk strax langstökk og alveg ferlegt stökk, ég fékk svo mikinn verk í fótinn.. ég sleppti nokkrum umferðum á meðan ég var að peppa mig aftur upp fyrir eitt stökk til viðbótar. Sem ég náði og náði 2. sæti.

11410377_435467876633154_656004986_n

Ég var efins hvort ég ætti að keppa á sunnudeginum. Hvar er línan þar sem maður er að harka af sér og hinsvegar þegar maður er farin að gera of mikið og skemma fyrir sér. Eftir að hafa rætt við sjúkraþjálfara var niðurstaðan að keppa í 400m grind og sleppa hástökki (enda stökkfóturinn sem er meiddur).

Eftir að hitta sjúkraþjálfarann þá er ég tognuð hér og þar um allan fótinn. Ég á ekki að hlaupa í nokkra daga. Þá þarf maður að finna aðrar æfingar til þess að geta haldið sér við. Þó ég geti ekki hlaupið er hellingur sem ég get gert – ekki hugsa um hvað ég get ekki gert heldur hvað ég get gert 🙂

Ég byrjaði hlaupið mjög vel en endaði illa og ekki sátt við tímann. Ég á tvö hlaup eftir í sumar 8. og 22. ágúst. Fyrst í Finnlandi og svo í Belgíu. Það er ekki að hjálpa að ég má ekki hlaupa núna í einhverja daga útaf tognuninni. Ég hlakka samt til að fara út og klára þetta tímabil með stæl 🙂

Sumir velta fyrir sér afhverju ég hafi verið að keppa með fótinn svona. Einnig hvort ég sé í raun tilbúin til að keppa eftir síðustu meiðsl sem ég er enn að ná mér eftir bílslysin. Hvort ég ætti ekki bara að koma sterk inn 2016.

Málið er að ég elska að keppa, ég elska frjálsar og mig langar að keppa! afhverju ætti ég ekki að gera það?

Þegar ég keppi þá fæ ég að vita hvar ég stend, hvort ég sé að bæta mig milli vikna eða ekki. Markmið sumarsins væri að koma mér í nálægt þeim hraða sem ég á að vera hlaupa á. Það var nánast búið að afskrifa að ég gæti hoppað hástökk en nú er ég farin að hoppa á fullu og búin að hoppa hæst utanhúss allra kvenna á Íslandi. Ef ég mundi alltaf hlusta á gagnrýni og trúa því hverjar mínar takmarkanir eru – hvað ég „ætti“ að geta gert kæmist ég aldrei neitt áfram!

 

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply