Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Garmin úr

Garmin úr

Ég
á Forerunner 620 úr
frá Garmin sem
ég gæti einfaldlega ekki verið án. Ef ég ætti að velja á
milli flottustu tölvuna, nýjasta
símans, ipdad, ipod eða Garmin úrið
þá mundi ég alltaf velja Garmin! Ég nota úrið oft á dag!
Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera með þessu úri. Ég
ætla nú ekki að fara telja upp allt sem hægt er að gera með
úrinu en helstu og mestu kostirnir fyrir mig eru:
  • Þjálfarinn
    minn út í Svíþjóð getur fylgst vel með mér á öllum æfingum
  • Nákvæmur
    púlsmælir sem ég get stuðst við í hvíldum og átta mig á
    hversu þreyttur líkaminn er orðin
  • Ég
    get synt eða hlaupið í vatni
  • Tekur
    upp alla æfinguna hjá, púls, hæðarmismun, hraða, snertingatíma
    við jörð ofl.
  • GPS
    sem mælir nákvæmlega vegalengdir og staðsetur mig á google earth
  • Vistast
    sjálfkrafa upplýsingar um veður á sama tíma og ég æfi. Svo ef
    ég er að hlaupa út í stormi þá skilur þjálfarinn
    minn afhverju ég hleyp aðeins hægar (nema ég sé að
    hlaupa undan vindi, hehe).
  • Stillt klukkuna
    þannig hún pípir annaðhvort á X tíma fresti nýtist vel
    í intervel hlaupum (fleiri stillingar í boði þarna)
  • Segir mér
    hversu lengi ég þarf að hvíla í lok æfingar til að
    endurheimta – gefur ágæta mynd á hversu vel ég tók á því.
  • Æfingarnar
    vistast inn á vefsíðu þar sem ég get bætt inn myndbandi af
    æfingunni, skrifað prógrammið og bætt við öðrum
    athugasemdum

Dæmi
um myndir af Garmin aðganginum mínum

 Hér var ég að taka brekkuspretti, eins og þið sjáið koma toppar í hvert skipti sem ég hleyp upp brekku

Hér er ég að bera saman hæðabreytingu, púls og hraða, eins og þið sjáið dettur púlsinn niður um leið og ég stoppa

Hér er ég að bera saman púl og hæðabreytingu, eins og þið sjáið hækkar púlsinn í takt við hæðabreytinguna

Ef ég ætti þetta
úr ekki nú þegar mundi það vera efst á óskalistanum fyrir jólin. Ég vildi bara
aðeins deila með ykkur þessari snilld því ef þú vilt gefa íþróttamanni veglega
gjöf í ár sem endist og nýtist er þetta gjöfin!

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply