Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Hneyksluð að ekki sé hægt að flokka lífrænt rusl í Reykjavík!

Hneyksluð að ekki sé hægt að flokka lífrænt rusl í Reykjavík!

Það er ekki hægt að flokka lífrænt rusl í heimahúsum í Reykjavík. Ég er svo ótrúlega hneyksluð að Reykjavíkurborg skuli ekki bjóða upp á að hafa brúnartunnur við heimahús (í þær tunnur fer lífrænn úrgangur). Sér í lagi hallærislegt þar sem þetta er í boði fyrir fyrirtæki. Það eina sem er í boði að fólk getur bara urðað sjálft í garðinum hjá sér eða keypt moltu tunnu af Sorpu. Þessi kostir eru ekki í boði fyrir fólk sem býr í fjölbýli. 

Ég hélt ég væri bara svona ótrúlega léleg að leita á netinu, því sama hvern ég spurði þá voru allir vissir um að það væri hægt að kaupa þá þjónustu að hafa brúna tunnu við heimahús. Ég endaði því með að hringja í Reykjavíkurborg sem staðfesti það að þetta er ekki í boði. Afgreiðslustelpan sem ég talaði við var mjög kurteis og fannst þetta líka hallærislegt en gat ekkert að þessu gert.

Mér finnst þetta svo hallærislegt því að það er til fyrirmyndar með endurvinnslu á pappír. Pappírstunnur allstaðar og maður skildugur til að flokka pappír – pappír er ekki rusl. Ég er algjörlega sammála og ánægð með það. Aftur á móti þarf maður að flokka síðan pappann og endurvinna til þess að hann geti verið nýttur aftur. Með lífrænan úrgang verður hann bara að mold. 

Ég ákvað því að senda tölupóst á borgarstjórann og aðilann sem sér um ruslamál fyrir borgina. Ég fékk svar þar sem þessi mál voru skýrð – þakklát fyrir að þau gáfu sér tíma til að svara. Í þessu svari var í stuttumáli staðfest að þetta er ekki í boði. Hinsvegar er það í vinnslu að bjóða upp á þessa þjónustu og ætti að vera komin af stað 2016. Ástæðan er sú að borgin vill nýta úrganginn sem best, en ef hann ereinungis urðaður er nýting hans takmörkuð. Hægt að sjá meira um þessi mál og áætlun hér

?!?!?!?! 2016? og hvað með allan lífrænan úrgang þangað til? er ég ein um að finnast þetta svonafáránlegt? Ef ég er ein sem vil flokka lífrænan úrgang þá væri auðvitað ekki umhverfisvænt að koma keyrandi á mengandi bíl til að hirða umhverfisvænt rusl. Í Falun í Svíþjóð (þar sem ég bjó) var bara búið að setja upp stórar moltutunnur út um allt sem maður gat hent í. Sumstaðar var það ekki í boði (t.d í gamlabænum) og þá voru allir með svona sérstakar tunnur fyrir lífrænt rusl sem var hirt. 

Ég gat ekki setið á mér að tjá mig um þetta og vonast eftir að það sé hægt að leysa þetta fyrr. Mögulega verður það ef það er pressa frá almenningi að koma upp þessari þjónustu.

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply