hnetusmjörsklattar

Ég var ekki búin að finna til neitt nesti fyrir vinnuna í gær og þurfti því að redda mér með einhverju sem var til í skápunum. Úr varð geggjaðir hnetusmjörs klattar! Þeir voru svo góðir að ég gerði þá aftur á morgun. Það er ekki bara ég sem elska þá því ég leyfði stelpunum í vinnunni að smakka og þeim fannst þeir líka mega góði.
Þetta er líka stútfullt af næringu, enginn sykur, engin mjólkurvara og glúteinlaust (ef maður notar haframjöl án glúteins). Reyndar er ég ekkert á móti glúteini en ég finn fyrir því að ef ég borða hveiti (brauð,pasta ofl.) eða sykur þá líður mér mun verr í líkamanum, en það er nú önnur saga.
Þetta er mega einfalt og fljótlegt, tekur kannski 15-20mín að gera þetta.
Innihald:
2msk / 55gr hnetusmjör (ég nota frá H-berg, enginn sykur í því bara hnetur og smá salt)
2 msk / 65gr eplahrat (nota afgang úr djúsvélinni en hægt að rífa niður epli)
1-2msk/15gr hörfræ
1-2 msk / 15 gr Sólblómafræ
2msk /15gr olífu olía
2msk/ 20gr rúsínur
2 tsk/3gr kanill
1-2 egg (sleppur með 1 en klattarnir haldast betur saman ef það eru 2 egg)
3 msk/21 gr kókoshveiti (ég notaði frá H-berg, kókoshveiti eru misgróf)
2 dl /80gr harfamjöl
allt hrært saman svo búnir til litlir klattar og steikt á pönnu (ég notaði íslenskt smjör). Þessi uppskrift eru ca 8-10 litlir klattar. Best að láta smjör og ost ofan á þegar maður borðar þetta. Snilld að taka þetta með sér í nesti!
Facebook Athugasemdir