Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Kasjúhnetusmjörs nammi

Kasjúhnetusmjörs nammi

Maður verður að eiga eitthvað gott til á kvöld þegar manni langar í eitthvað sætt. Ég reyni að finna einhverjar aðrar lausnir en að borða nammi  (það má um helgar). En ég bý mér oft til eitthvað hollt-nammi, betra að hafa einhverja næringu í því sem maður borðar. Ég deildi með ykkur uppskrift af Kókos-möndlusmjörs-nammi sem var heldur betur vinsælt. Ef ykkur langar að prófa eitthvað nýtt en svipað þá er þetta kjörið.

Mjög einfalt og fljótlegt að gera þetta. Mér finnst þæginlegast að setja skál á vigt og núllstilla á milli og bæta  við næsta innihaldsefni.

Aðferð:
10 döðlur (saxa smátt)
15gr pecan hnetur (mylja)
15gr. valhnetur (mylja)
2 tsk /4 gr kakó
40gr kornfleks
Blanda þessu saman í skál
Setja eftirfarandi í pott og blanda saman á vægum hita
 50gr / 1 kúfull msk af Hunangi
100gr/ 3 msk Kasjúhnetusmjöri
1 egg (eða egg replacer)
þegar þetta hefur blandast saman bæta þá þurrefnunum saman við

Blanda öllu saman og setja í 15 litla kúlur í box. Strá Kókosmjöli yfir (eftir smekk) geyma svo í frysti/ískáp. þá áttu alltaf eitthvað til sem þú getur borðað með góðri samvisku 🙂

Endilega deila með hvað ykkur finnst, alltaf gaman að fá að heyra hvað öðrum finnst og hvernig er hægt að bæta uppskriftina 🙂

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply