Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Komin heim frá Króatíu og sumarið að byrja

Komin heim frá Króatíu og sumarið að byrja

Núna síðustu daga er búið að vera óvenjulega mikið að gera, þar sem ég er nýlega komin heim frá Króatíu þar sem ég var í æfingabúðum og á meðan safnaðist upp verkefni í vinnunni – verkefni sem ég þarf að klára áður en ég flyt til Íslands 18. maí. Á sama tíma eru veikindi í hinni vinnunni og búin að vinna mikið. Einnig er ég að koma hlutum af stað á Ísland áður en ég kem. Svo ég er með marga bolta á lofti og fer yfirleitt út um 7.30 og kem heim um 21. Ég vil þó leyfa þeim sem vilja fylgjast með mér að vita hvernig æfingarnar ganga og hvað sé að frétta – svo ég skrifa stutt blogg 🙂

Ég var s.s í æfingabúðum í Split í Króatíu í 10 daga. Gaman að fá að hlaupa loksins 400m grind. Ég tók tvær æfingar þar sem ég hljóp yfir 7 grindur. Sem var ennþá skemmtilegra var að ég hljóp hraðar yfir þær en ég geri á sömu æfingu fyrir ári síðan þegar ég var í æfingabúðum í Portúgal.

Ég tók stört úr blokkum í fyrsta skipti í 9 mánuði, það var gaman. Ég finn þó enn greinilega fyrir áhrifum eftir umferðaslysin, það tekur ennþá lengri tíma fyrir mig að endurheimta mig milli æfinga en var áður. Undir lokin var ég orðin þreytt svo ég er búin að taka aðeins léttari æfingar. Mér finnst alltaf jafn erfitt að hlusta á líkamann og stoppa þegar maður sér hina halda áfram, en þá reyni ég að hugsa um framtíðina. Betra að sleppa nokkrum sprettunum núna en að geta kannski ekki hlaupið í nokkrar vikur.

Eftir ég kom til baka í Svíþjóð bætti ég mig óvart í clean frá mjöðm. Ég ætlaði ekki að taka svona þungt en eftir ég var búin að lyfta þá spurði félaginn minn hvort ég hefði verið að lyfta 75kg. Ég neitaði því og hann bara, öö jú! og þá fattaði ég að einhvern vegin tókst mér að taka vitlaus lóð – tók þyngra en ég ætlaði.

Fyrsta mótið mitt verður svo næstu helgi, ég mun keppa í 200m og 400m í Söderhamn. Mótið er ekkert mjög stórt, þetta er meira til þess að koma sér í gang og í gírinn fyrir sumarið.

Ekki annað hægt en að brosa yfir þessu!

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply