Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Félagar Fjólu

Félagar Fjólu

Nú er ég stödd í Króatíu í æfingabúðum og mun fara heim á morgun. Ég mun segja ykkur betur frá því með myndum í vikunni en ég er búin að nota hvíldirnar milli æfinga að skipuleggja meðal annars æfingahóp sem ég ælta að vera með í sumar sem kallast „Félagar Fjólu“
Ég ætla að vera með æfingahóp í 4 vikur, bæði í Reykjavík og á Selfossi. 
Hugsunin á bakvið þetta er að „ég skal hjálpa þér að komast í form og þú hjálpar mér að borga mína íþrótt“. Þú kemst kannski ekki í topp form á þessum 4 vikum en þú munt koma þér af stað,  einhverstaðar verður maður að byrja. Það  kostar 6000kr að æfa með þessum hóp og mun ég nota þann pening sem safnast í keppnisferðir sem ég fer í útaf frjálsum. 
Það eru 3 æfingar í viku, ég verð á 1 æfingu að þjálfa, hinar 2 æfingarnar æfa iðkendur sjálfir. Þetta hentar vel þeim sem vilja koma sér af stað og hreyfa sig, unga sem aldna, konur og karla. Þetta er líka sniðug viðbót fyrir þá sem eru að æfa, þar sem það er mikið af jafnvægisæfingum og litlum æfingum sem oft gleymast í öðrum íþróttum. En það verða líka hlaup og styrktaræfingar.
Æfingarnar eru úti annarsvegar í Laugardalnum í Reykjavík og á Selfossi á frjálsíþróttavellinum. Endilega látið fólk vita sem gæti haft gaman af því að vera með 🙂
Öll prógröm verða send í gegnum netið og verður sent út ekki seinna en 27. maí. Allir sem vilja  með í hópnum verða að fylla út skráningarskjal á netinu, koma svo með 6000kr í peningum á fyrstu æfinguna. 
Æfingar sem ég mun þjálfa eru eftifarandi:
Á Selfossi (á frjálsíþróttavellinum, hittast hjá bláa gáminum)
Miðvikudaginn 28. maí kl 19.30 til 21
Miðvikudaginn 4. júní kl. 19.30 til 21
Miðvikudaginn  11. júní kl. 19.30 til 21
Miðvikudaginn 18. júní kl. 19.30 til 21
Í Reykjavík (í Laugardalnum, hittast hjá innganginum hjá húsdýragarðinum)
Fimmtudaginn 29. maí kl. 19.30 til 21
Fimmtudaginn 5. júní kl. 19.30 til 21
Fimmtudaginn 12. júní 19.30 til 21
Mánudaginn 16. júní kl. 19.30 til 21 (ath. ekki á fimmtudegi!)
Allir meðlimir í hópnum að ættu gangast í hópinn á facebook. Því þar mun ég minna á æfingarnar og koma með aðrar upplýsingar. Meðlimir í hópnum geta haft samskipti þar, mælt sér mót til að taka hinar 2 æfingarnar saman eða deila einhverju öðru með hópnum eins og t.d heilsu uppskriftir ofl. 
Þú getur annað hvort leitað af „Félagar Fjólu“ á facebook eða farið á þennan link:
https://www.facebook.com/groups/746933265327054/ 
Til að skrá sig í hópinn þarf maður að fylla út sérstakt form á netinu sem þú finnur ef þú ferð á þennan link:
https://docs.google.com/forms/d/1HbHsiJuU-GosPpSGZ8wPoBb9HdJOZ3rPi0KSSJE9Yf4

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

2 thoughts on “Félagar Fjólu

Leave a Reply