Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Kókos-möndlusmjörs-nammi!

Kókos-möndlusmjörs-nammi!

Eitt kvöldið var ég með möndlusmjör sem ég þurfti að nota, ég skellt hinu þessu saman og úr varð æðislegt nammi. Ég er búin að gera þetta aftur og aftur, ef maður ætla að borða nammi á kvöldin þá er alveg eins gott að borða nammi með næringu.

Þetta er mjög einfalt og er hráfæði, enginn sykur og æðislega gott!

 Uppskriftin er svona:

1 kúfull matskeið af hunangi
3 msk möndlusmjör (láta þetta tvennt blandast saman í potti á vægum hita áður en
rest er sett saman)
2 tsk kakó
1 egg (eða egg-replacer) 
smá cayan pipar (bara pínu lítið, má líka nota chili krydd eða hreinlega sleppa ef þú átt það ekki til)
ca 8 msk kasjú hnetur (muldnar niður)
10 döðlur (skera þær niður í litla bita)
8 msk kúfullar kókosmjöl
Allt sett saman í pott og látið blandast saman
Síðan sett í ca 14 til 20 lítil muffinsform, eða kúlur
Síðan brætt saman
ca 40gr 85% súkkulaði
1msk smjör eða kókosolía
því hellt yfir, betra að gera lítið fyrst og bæta svo
restinni við svo það sé örugglega nóg á allar kökurnar
Gott að skella inn í frysti og eiga til á kvöldin J

Næringagildið í hverjum mola miða við að gera 14 kúlur og að nota kókosolíu og reyndar 75% súkkulaði (átti ekki til 85% þegar ég reiknaði þetta út)
Kaloríur = 102
Fita = 6,9gr
Kolvetni =8,2

Prótein = 2,5

Ég notaði möndlusmjörið frá H-berg, það lítur svona út:
Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply