Ekki lengur meidd! :)
Það er ekki gott fyrir sálina mína að vera alltaf að tala um að ég sé meidd. Ég viðurkenni alveg að ég var svolítið þung eftir seinna slysið, en er komin á rétt ról aftur. Ég er hætt að tala um að ég sé meidd, ég var meidd og núna er ég að vinna í því að koma mér til baka. Ég er nokkurn vegin komin á sama stað aftur og ég var þegar ég kom á Ísland. Núna er ég komin aftur til Svíþjóðar sem er næstum eins og að fara inn á „hvíldarinnlögn.“ Ég legg mig alla fram við að ná mér og hugsa eins vel um mig og mögulegt er, sofa nóg, borða hollt og mikið og passa að ofgera mér ekki í æfingum. Þetta síðasta er eiginlega erfiðast, því þegar maður finnur ekkert til og líður vel þá er tilfinningin svo æðisleg að maður vill ekki hætta, maður vill hlaupa og hlaupa, hoppa og gera allt mögulegt. Sem síðan er ekki sniðugt því maður finnur ekki strax fyrir álaginu útaf öllu adrenalíninu og endorfíninu.
Ég er búin að semja við þessa skó að þeir ætla að hugsa vel um fæturna á mér. Þeir hafa staðið við samninginn enn sem komið er.
Ég hitti Albert, sem var einn af þjálfurum mínum haust 2008 til 2009. Hann er ein af jákvæðustu og mest hvetjandi manneskjum sem ég hef hitt yfir ævina. Hann veitti mér svo sannarlega þvílíkan innblástur síðasta föstudag þegar ég sagði honum frá því að ég hefði lent í öðru umferðaslysi í desember. Hann sagði að hann
„kynntist mér 2008 þegar ég var í algjöru messi eftir einkirningssóttina, vissum ekkert hvernig þetta yrði. Ég var samt alltaf svo áhugasöm og mæta á æfingar og reyna að vera með. Ég náði mér upp úr því og varð eins og einhver stjarna sumarið eftir, sem virðist aldrei ætla að hætta að skýna. Hann hefði séð mig koma mér út þessu réttu megin við strikið og ég get alveg gert það aftur“
Ég hlakka svo til að fara á æfingu á morgun!