Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Árið 2013

Árið 2013

Á árinu ferðaðist ég mikið tengt við íþróttina, útskrifaðist sem viðskiptafræðingur, flutti ein til Svíþjóð, lenti í 2 bílslysum.. 
Stærstu mótin árið 2013 og árangurinn á þeim eru

Smáþjðlei﷽﷽﷽﷽﷽﷽óðleikar – Luxemborg                            
Keppnisferð
með A-landsliðinu þar sem 9 konur og 11 strákar voru valin til þess að keppa
fyrir Íslands hönd.
·  
1. sæti í
4x400m boðhlaupi
·  
2. sæti í
100m grindarhlaupi
·  
3. sæti í
400m grind
(Ég, Aníta, Stefanía og Hafdís með gullpeningana eftir 4x400m i Luxemborg)
Evrópubikar landsliða – Slóvakía
Keppnisferð
með A-landsliðinu þar sem einn er valinn til þess að keppa í hverri grein fyrir
Íslands hönd.
·  
6. Sæti í 100m grind.
(Hluti af kvennaliðinu í  Banská Bystrica í Slóvakíu)
(
Evrópubikar í sjöþraut – Madeira
Keppnisferð
með A-landsliðinu þar sem fjórar konur og 3 karlar voru valin til þess að keppa
á mótinu fyrir Íslands hönd.
·  
13. Sæti  
(Landsliðið í þraut í Madeira)
Grand Prix mótarröð í Belgíu
·  
2. Sæti í 400m grind
·  
4. Sæti í 100m grind
(Hafdís og ég í Mouscron í Belgíu)
Folksam Challenge mótaröðin í Svíþjóð
·  
2. Sæti í 400m grind
(í Stokkhólmi, ég er á 2. braut)
Árangur á mótum á Ísland
·  
Bikarmeistari innanhús í 60m grind
·  
Landsmótsmeistari í hástökki og 400m
grind

·  
Íslandsmeistari í 400m grind
(Agnes og Ég á Landsmóti á Selfossi, alltaf svo gott veður á Íslandi!)
Alls er ég búin að vera í 12 löndum
Ísland, Svíþjóð, Portugal, Lúxemborg, Austuríki, Slóvakía, Holland, Madeira (tilheyrir reyndar Portugal, en eyjan er svo langt í burtu svo ég tel það sem annað land 😉, Belgíu, Frakklandi, Svo millilenti ég í Englandi og Þýskalandi, það telst kannski ekki með. Allar ferðirnar eru tengdar frjálsum. 
Annað skemmtilegt á árinu var að ég útskrifaðist um vorið sem Viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Dalarna i Svíþjóð. Ég fékk VG fyrir lokaritgerðina mína (hæsta einkunn), þokkalega stolt af þessum árangri hjá mér 🙂
Á útskriftardaginn
Ég var mikið í sveitinni eins og undanfarin sumur. 
(Þessi mynd tekin í einum af mörgum skemmtilegum reiðtúrum sem ég fór í í sumar)
Ég bý ennþá í Svíþjóð, reyndar svolítið á báðum stöðum ég er alltaf svo mikið á Íslandi. En í haust fór ég ein út og mun flytja heim næsta sumar (2014). Eða á sumrin á ég eiginlega ekki heima neins staðar á sumrin eða bara í ferðatösku.
(Fallega friðsæla Falun)
Helsta markmið mitt 2014 er að vera heil í skrokknum og ná að æfa vel. Ég var frekar óheppin í lok árs 2013 þar sem ég lenti í 2 bílslysum og er enn að súpa seiðið af því. Hálsmeiðslin eru verst en síðan eru vinstra læri og hægri fótur líka enn að jafna sig. Hálsmeiðslin gera það að verkum að ég mun líklega ekkert keppa í hástökki á þessu ári. Þrátt fyrir allt held ég mér við mitt markmið sem er að ná lágmarki á EM utanhúss í 400m grind sem á ekki að vera neitt mál ef ég fæ að æfa og hlaupa eitthvað af viti!
Þetta var ekki skemmtilegur dagur, 1. okt þegar ég lenti í fyrra slysinu
Nú er 2014, ég býst við því að þetta ár verði enn viðburðaríkara en árið sem var að líða. Það mun reyna á andlegu hliðina að glíma við þessi meiðsli en ég er ákveðin með að ná mér og hlaupa eins og vindurinn í sumar! 2014 leggst vel í mig og margt spennandi fram undan! 
Ég ætla að gerast stjórnandi að þessari síðu hér, en systir mín bjó hana til. Inn á þessari síðu ætla ég að vera dugleg að setja inn upplýsingar um hvernig æfingarnar ganga og hvað ég er að gera. Síðan mun ég halda áfram að koma með lengri pælingar hérna inná. Þannig fyrir þá sem vilja fylgjast með mér hafa tækifæri á því 🙂
Gleðilegt ár allir! takk fyrir árið að líða! 2014 verður frábært ár! 
Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply