Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » og þá lenti ég í öðru umferðaslysi

og þá lenti ég í öðru umferðaslysi

Heppnin er ekki beinlínis að elta mig. Ég kom á Ísland 12. des. síðan 25 klukkustundum eftir að flugvélin mín lenti á Íslandi, föstudaginn þrettánda lenti ég í öðru umferðaslysi. Og nei, ég var ekki búin að jafna mig eftir það fyrra!

Það sem gerðist var að ég var farþegi í bíl sem stoppaði á rauðu ljósi og þá kom bíll á fullri ferð og keyrði aftan á okkur. Það voru engin bremsuför því ökumaðurinn í þeim bil gaf í og ætlaði yfir, við náðum ekki yfir og hann hefði farið yfir á rauðu! Það var 60km hámarkshraði leyfður þarna og miðað við að hann gaf í hefur hann örugglega verið minnst á 70km hraða! Höggið var mikið, samstundist var ég að drepast í hálsinum, herðum, viðbeini og hausnum um leið og ég fann allan þennan sársauka helltist yfir mig svekkelsið.. ég trúi ekki að ég sé að lenda í öðru slysi!
Ég er þó ekki nærri því eins slæm og ég var fyrst eftir fyrra slysið sem gerðist 1. okt. En þetta eru klárlega nokkur skref aftur á bak. Þetta er mest erfitt andlega þar sem hin meiðslin voru alveg nógu erfið að það fari ekki að bæta ofan á það! Ég veit að þetta er alls ekki það versta sem getur gerst, en eins og ein sagði við mig „auðvitað getur maður líka verið svekktur þó það geti verið verra“. Það er bara erfitt þegar manni er eitthvað illt á hverjum degi, mis mikið, alltaf stífur stundum get ég ekki einu sinni horft á naflann á mér því hálsinn á mér er fastur!
Haustið 2012 sagði ég það verður ekkert mál að hlaupa 3 sek hraðar og ná ólympíulágmarkinu árið 2016 ef ég helst heil og get æft eins og manneskja. En það hefur ekki beint verið raunin. Síðasta vetur var mér oft illt í ökklunum og frá des og fram að vori náði ég ekki að hlaupa eins mikið og planið var. Þennan vetur er ég ekki ennþá byrjuð að æfa eins og vaninn er því ég er búin að lenda í 2 umferðaslyslum. Það er því ekkert leyndarmál að markmiðið er byrjað að vera ögn krefjandi, bæði andlega og líkamlega. 
Uppgjöf er ávani, ávani sem ég hef ekki vanið mig á. Ég mun komast í gegnum þetta og ég mun ná þessu lágmarki. 
Ég skal, ég vil og ég get!
Hér er ég í einum af þrem bolum sem ég er búin að láta prenta á alla mína helstu styrktaraðila. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þeirra stuðning og mun gera þá stolta!
Þessi blaðsíða er úr bókinni „Farsæld er ferðalag“ eftir Brian Tracy. Þessi texti líkist einmitt einu af mínum mottóum, það er „hvað ætla ég að gera í dag til þess að ná markmiðinu mínu“ það þýðir ekki að horfa bara á markmiðið, maður þarf að vinna í því á hverjum degi!
Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply