Geggjuð döðlukaka

Sunnudagar eru oft rólegir dagar og þá finnst mér rosalega gaman að nýta tímann í að baka.
Í dag bakaði ég hrökkbrauð (nesti fyrir vikuna) og svo döðluköku. Þessi döðlukaka er algjör æði, ég er svo ánægð með hana því ég fékk uppskrift sem ég er búin að breyta töluvert þannig það er enginn sykur en samt er hún sjúklega góð. Mér finnst það allavega og meira segja pabba mínum líka, sem er algjör sælkeri og sveitakall, einnig konan sem ég bý hjá núna og henni finnst döðlur ekkert rosalega góðar! Í uppskriftinni eru egg en ég nokkuð viss um að þeir sem ekki borða egg geta notað „egg replacer“ sem ég veit að fæst t.d í Lifandi Markaði.
Ég hef bæði í gr. og dl. einingum. Það er ekki svo strangt á þessu, t.d ef það eru ekki til nóg af pecanhnetum þá er hægt að setja aðeins meira af valhnetum. Þetta er allavega uppskrift sem hægt er að styðjast við.
Innihaldið er:
Baka í 35mín í 150°C