Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Chia grautur

Chia grautur

Chia grautur og chia fræ eru mjög vinsæl.. það er löngu vitað.. fræin eru líka notuð í orkubita og fleira. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af chia-graut sem ég er með æði fyrir þessa dagana.
  • 1 dós af kókosmjólk (6% fita með bláa límmiðanum) -> það er líka hægt að nota möndlumjólk eða hrísmjólk.. svo er líka hægt að búa til kókosmjólk með því að hella sjóðandi heitu vatni yfir kókosmjöl
  • 3dl heitt vatn
  • 1/2-1msk hunang
  • 1/2-1msk kókosolía
  • 1 kúfull tsk af kanil

 

hræra þetta allt vel saman, gott að setja í blandara ef maður á, annars hræra vel og lengi og síðan loks bæta við 6 msk chiafræ
Hræra þetta svo rólega þannig blandist vel og það verði engir kögglar/kekkir. láta standa og hræra öðru hvoru í 30 mín. Ef ykkur finnst grauturinn vera of þunnur þá má bæta meiri fræjum við og hræra þá aftur í 30 mín öðru hvoru. Grauturinn er svo geymdur inni í ísskáp og hægt að taka af honum eftir vild. Mér finnst algjör snilld að gera þetta á sunnudagsmorgni og borða þetta svo í morgunmat alla vikuna. Þá er morgunmaturinn tilbúinn og maður getur fengið sér eitthvað orkuríkt að borða þó maður vakni ekki klst áður til að laga matinn. Mér finnst líka tilvalið að eiga þetta í ísskápnum og geta gripið í fyrir æfingar því þetta er mjög orkuríkt og endist manni lengi.
Það eru til Chia fræ frá mismunandi aðilum en ég nota H-berg Chia fræ.

H-berg Chia fræ

Ég reiknaði út næringagildið eins grauts sem ég gerði, ég er svo heppin að ég hef farið í mjög nákvæma rannsókn hjá næringafræðingi sem hefur reiknað út hvað ég þarf að borða mörg gr. af hverju yfir daginn.. Það er mjög misjafnt hvað maður þarf og hvenær maður á að borða það. Það sama á alls ekki við alla. En þó mega allir hugsa að maður þarf að passa sig að borða eitthvað fyrir æfingar, borða eitthvað STRAX eftir æfingu (á meðan maður er að teygja á) og síðan á stæðsti kolventaskammturinn að vera fljótlega eftir æfingu.. Ég fékk alveg svona nokkrar ábendinga hvað ég gæti borðað hvenær en maður á að borða fjölbreytt þannig ég get ekki alltaf haft sama matseðilinn, ég er búin að draga þetta lengi að byrja að reikna út ca. næringagildið í matnum sem ég fæ mér. Auðvitað þarf maður ekki að reikna það út fyrir hverja máltíð, núna þegar ég er komin með fyrir þennan Chia-graut þá get ég bara miðast við þessa mælingu þó það sé 1-3gr skekkjumörk á hverju innihaldi þá er þetta nærri lagi.. Maður má heldur ekki vera of upptekinn af því að borða, mikilvægt að njóta matarins.. það er svo gaman að borða 🙂

Næringin var eftirfarandi:
kókosmjólk = 390gr       Kokosolía = 9gr      Hunang = 15gr        Chia fræ = 52gr     Alls:
Orka = 195 kal                77,571                     51                              260                         583,571
prótein = 1,95                  0                              0,075                         13                           15,025
Kolvetni = 3,9                 0                              12,45                         23,92                       40,27
Fita = 23,4                       9                              0                                19,24                      51,64

(það var ekki upplýsingar um næringagildi um kanilinn)

Ég gerði uppskriftina í könnu sem er með loki og með mælieiningu á. Uppskriftin sem ég gerði var 8dl ég helli svo bara í skál það sem ég vil borða og get þá reiknað í hlutfalli við þetta hver næringagildið í hverri skál er. Maður þarf mun minni skammt af þessum graut en t.d af hafragraut, allavega ég 🙂

Kannski eru einhverjir sem eru að hugsa núna „afhverju ég þurfi að mæla það sem ég er að borða“ eða „ég megi borða hvað sem er“ eða „er hún með einhverja átröskun“?
Það hefur alla tíð verið viðkæmt fyrir mig og líka systkinin mín að við erum flest mjög grönn, fólk segir „þú ert ekkert nema skinn og bein“ eða „voða ertu horuð“ hvortveggja mjög mikil móðgun og ég get farið í mikinn bömmer að heyra þetta. Mitt vandamál, sérstaklega yfir keppnistímabil er að fitu% mín verður of lág. Þannig ekki hafa áhyggjur af því að ég sé ekki að borða nóg. Ástæðan fyrir því ég er að mæla þetta er til þess að ég geti byggt upp líkamann.

Næringafræðingurinn sagði að ég borða nóg af öllu yfir daginn það eru bara tímasetningarnar og hlutföll hverju sinni sem ég þarf að laga. Ég þarf að laga þetta því eins og ástandið var þá varð ég oft rosalega svöng áður en ég fór að sofa, ég vaknaði svo yfirleitt svona milli 4 og 6 og oft alveg að drepast úr hungri.. yfirleitt var ómögulegt fyrir mig að sofa út því ég var svo svöng, ég varð að borða og halda svo áfram að sofa. Ég er að deila þessu með ykkur því ef þið eruð að upplifa það sama þá er það ekki eðlilegt. Þ.e.a.s með réttu mataræði hættir þetta. Það sem er að gerast þegar ég er svona svöng er að blóðsykurinn er að fara að falla, síðan milli 4 og 6 á nóttunni fellur hann of lágt og kortesólið í líkamanum hækkar.. allt þetta verður valdur að því að líkaminn ræðst á vöðvana til að fá orku, brýtur niður vöðvana.. sem þýðir að það er afskaplega erfitt að byggja upp vöðvastyrk.. fyrir utan að maður þarf að sofa mun meira því maður sefur ekki eins vel ef maður sefur ekki samfleytt yfir nóttina

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

3 thoughts on “Chia grautur

  • ég var einmitt að hugsa meðan ég las í gegnum bloggið – "sjitt, það eru örugglega einhverjir þarna sem vita ekki hvað hún etur sjúklega mikið og halda að hún sé heltekin af því að telja kaloríur" haha… ég er sem sagt mjög ánægð með að þú útskýrðir nánar neðst að þetta snýst einmitt um allt annað að það!

    Reply
  • Hæ, Bergþóra aftur og í þetta sinn með sparnaðarráð.
    Light kókosmjólk er alveg eins og venjuleg nema bara með meira vatni – og þ.a.l. minni fitu því það er minna magn af kókosmólkinni sjálfri í dollunni.
    Betra að kaupa því bara venjulega og bæta frekar vatni út í sjálfur, ef maður kýs að gera svo 🙂

    Reply

Leave a Reply