Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Sumarið búið og hvað er þá planið?

Sumarið búið og hvað er þá planið?

Það eru nokkur mót búin síðan ég bloggaði síðast eða öll mót búin.. meira að segja hvíldin líka..
Ég er þó ekki byrjuð að æfa aftur á fullu útaf því að ég lenti í slysi 1. okt. Þetta gerðist á göngustíg meðfram
Laugardalsvellinum í átt að sundlauginni. Bíllinn var að koma af bílaplaninu
sem er hjá World Class, hann þarf að aka yfir þennan göngustíg til að komast
yfir á götuna. Í mínutilfelli var hábjartur dagur og ég var vel sýnileg. Ökumaðurinn
ók á mig (ekki fyrir mig) hún keyrði með fram endann á hægri löppina. Ökumaðurinn
sem keyrði á mig sá mig ekki útaf runna sem er við gangstéttina, það er rétt að
þessi runni er hættulegur og ætti að fjarlægja. Ég prófaði sjálf að keyra þarna
á samskonar bíl og það er rétt að þessi runni takmarkar verulega sýn ökumans.
Þegar ég var á bíl stoppaði ég á sama stað fyrir gangandi verkfaranda, á meðan
hann var að labba yfir kemur lítill strákur ca. 5-6 ára gamall á hjóli á
fleygi ferð. Ég hefði enganveginn getað séð þennan litla strák, hann hvarf
algjörlega bak við runnann. Mér varð þá hugsað til allra barnanna sem eru á
ferðinni þarna bæði á leið úr og í skóla og einnig öll börnin sem eru á
leiðinni á æfingar einhverstaðar í laugardalnum. Það er mikil umferð af bílum
og börnum á þessu svæði og það þarf að bæta þetta áður en fleiri og alvarleg
slys gerast þarna. Hafa kannski mörg slys orðið þarna og ekkert talað um það?

Áverkarnir sem ég hlaut eru að ég tognaði á
hálsi og baki, það blæddi inn á vinstra læri, bólgin og marin á vinstri olnboga,
marblettur á hægra hné, vel marin og bólgin hægri sköflung einnig með sár á
sköflungnum, marin og líklegast blætt inn á lið á hægra ökkla. Auk þess er ég
öll stíf og stirð í líkamanum. En ég er hvergi brotin 🙂

Mestu áhrifin af þessu
slysi núna eru að þetta mun lengja undirbúningstímabilið. Ef ég endilega þurfti að lenda í þessu slysi er þetta líklegast „heppilegasti“ tíminn á árinu til þess, hehe..

Þess mynd tók ég um kvöldið. Þegar ég loksins komst heim eftir slysó og lögreglusöðina. En þar sem ekki var hringt á sjúkrabíl eða á lögguna fór systir mín með mig á slysó svo á löggustöðina og tók þetta því allt saman mjög langan tíma.
Þau mót sem ég átti eftir að blogga um voru Belgía og bikarkeppnin.
Ég og Hafdís fórum saman til Belgíu í ágúst að keppa á móti í mótaröð sem kallast Grand Prix. Við flugum til og frá París og höfðum smá tíma til að spóka okkur um í París á leiðinni heim. Þessi ferð var góð í reynslubankann en ég hafði vonast eftir betri tíma í hlaupunum. Það var ágætt að gleyma sér í smá stund í París áður en við fórum heim.
Það var alveg ótrúlegt hvað fáir töluðu ensku í París og svo nánast enginn í Belgíu! Þegar við vorum á flugvellinum í París að leita af lestinni áttum við þetta samtal (á ensku) við einn starfsmann á vellinum:
Ég: „hvar finn ég lest hérna á flugvellinum?“
Starfsmaður: „Terminal 2??“
ég:“..? á ég að fara í terminal 2???“
Stafsmaður: „Okay 🙂 “

Hér kemur smá video frá París, við náðum að eyða nokkrum klst í borginni áður en við komum heim aftur

Bikarkeppnin var besta mótið mitt í sumar. Ekki bara árangurslega heldur var ég í hörku keppni í öllum greinunum. úrslitin er svona:
Hástökk ég leiddi keppnina og eitt stökk eftir, síðasta tilraun yfir 173 (það hefði verið bæting) ég rétt feldi og Sveinbjörg fór yfir og sigraði
400m grind var 1/1000 úr sek (!!) á eftir  Kristínu Birnu sem var í 1. sæti! (þarf að æfa mig að henda mér betur yfir marklínuna)
100m mjög stuttu eftir 400m grind og mjög þreytt, var 4/100 úr sek á eftir næsta sæti
100m grind nokkuð örugg í 2. sæti, en var bara 7/100 úr sek frá mínu besta
Langstökk stökk ég og Hulda í ÍR jafn langt en næst lengsta stökkið mitt var lengra og var því í 3. sæti
200m náði 3. sæti og var 1/100 úr sek á undan Stefaníu Valdimars
Hér kemur video af 400m grind.. eins og sést verð ég alveg óð þegar ég loksins sé að Kristín er komin langt á undan mér þegar 100m eru eftir.. þar sem ég var á 5. braut og hún á innstu sá ég hana ekki fyrr í hlaupinu..

Ég var við mitt besta í öllum greinum í skíta kulda og lítil sem engin hvíld á milli. Það eru því lítil rök fyrir því að þetta hefði átt að vera gott mót hjá mér, en munurinn á þessu móti og hinum var að ég var komin með plan sem var lengra næsti mánuður. Síðan í Desember í fyrra er alltaf búið að vera mikið óvissa, með vinnu fjármál og búsetu.. Svona óvissa hefur ótrúleg áhrif á mann, allavega mig. Ég vissi það alveg enda reyndi ég að laga það en var bara ekki hægt.

Loka mótið mitt var síðan kastþraut Óla Guðmunds, þar bætti ég mig í kastgreinunum þrátt fyrir að vera drullu lasin og fá bara 3 tilraunir í hverri grein.

Bætingarnar í ár eru eftirfarandi:
áður                     núna
100m               12,84                   12,79
100m grind     14,47                   14,41(nýtt HSK-met)
300m                43,23                   40,03 (nýtt HSK-met)
kúla                  9,73                     10.03
sleggja             21,40                   28,10
kringla            17,16                     23,17

Nú eru krefjandi vikur framundan hjá mér að jafna mig eftir þetta slys, en  ég er mjög spennt að takast á við þennan vetur og hlakka til að keppa aftur næsta sumar.. og ég ætla sko að keppa mikið útum allt næsta sumar!
Í næsta bloggi ætla ég að deila með ykkur uppskrift að æðislegum Chia graut 🙂

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply