Ég ferðaðist ein frá Falun til Lúxemborgar, það gekk bara ágætlega. Lestarstöðin í Stokkhólmi var pínu krefjandi þar sem það stóð hvergi hvar lestin kæmi sem ég ætti að taka, því þetta var lest sem gekk inni í borginni, en það tókst á endanum – eftir 35mín leit og spurði 4x!!
Ég ætlaði að vera búin að blogga fyrr en það er bara þannig að maður er einhvern veginn að allan daginn. Við keyrum alltaf á annan stað þar sem við borðum og það tekur alltaf um 20mín að keyra þannig að fara þangað tvisvar þá er mikill tími búinn að fara í að keyra. Einnig þegar við fórum á opnunarhátíðina þá var mikil umferðateppa og svo vorum við að bíða eftir einhverju þannig að mér finnst ég eyða miklum tíma í strætó eða rútu þessa dagana.
Þessi mynd er tekin á flugvellinum í Frankfurt þar sem ég millilenti á leiðinni til Luxemburg
ég hef aldrei komið á jafn stóran flugvöll.. þegar vélin var að lenda þá var ég bara „OMG er þetta flugvöllur eða þorp?“ ég sá ekki einu sinni allan völlinn.. þessi mynd er af einum af göngunum sem ég labbaði og alltaf labbaði ég á svona færibandi.. og ég labbaði mjög hratt en það tók mig samt 30mín að komast að mínu hliði!
Það er nóg borðað af ávöxtum, nóg til.. ótrúlega flott ávaxtakarfa!
Svona leit fyrsti kvöldverðurinn út hjá mér
Allir fá svona passa og við þurfum alltaf að vera með hann. til þess að koma inn í matinn, strætó, völli og hvað sem er. Það er pínu gaman að hafa svona passa 🙂
Eitt af því sem er svo skemmtilegt við Smáþjóðleikana er að maður fær ýmislegt gefins. Ég fekk 2 stuttermaboli, 1 langermabol, 1 æfingagalla, 1 stuttbuxur ofl.. ég er sko þokkalega til í það að fá gefins föt og annað! bara gaman 🙂
Fyrir opnunahátíðina þá fengum við „matarkassa“ fengum ekki að borða af hlaðboði eins og venjulega, heldur var ákveðið fyrir okkur, fullur kassi af mat.
Ég og Hafdís borðum nóg af ávöxtum!
Rétt fyrir opnunarhátíðina, þar sem við gengum öll inn á völlinn í röð (myndband neðst)
Einar slakur á því fyrir opnunarhátíðina
blað sem maður braut saman og bjó til nokkurskonar hrossabrest eða eitthvað álíka.. býr til fullt af látum
Stuð á opnunarhátið!
Rosa mikið lagt í opnunarhátíðina, mjög flott
Stemming í tjaldinu okkar á upphitunarvellinum.. Kári að leggja sig, María að næra sig..
Aníta Sigraði 800m!
María fékk brons í spjóti
Hafdís var í 2. sæti í langstökki
Hafdís fékk líka brons í 100m.. hér er hún með verðlaunin
Kolbeinn á verðlaunapalli, bætti sig og endaði 3. í 100m
„speisaður“ hótelgangurinn hérna
Svona lítur hótelherbergið út..
Hér koma svo nokkur viðtöl í gærkvöldi, eftir langan keppnisdag. við vorum orðin köld, svöng og mjög þreytt! Alls fékk frjálsíþróttaliðið 9 verðlaun á fyrsta keppnisdegi
Hér erum við að labba inn á völlinn á opnunarhátíðinni… Geggjað 🙂
Viðtal við Kolbein eftir fyrsta keppnisdag, hann fékk brons í 100m
Viðtal við Anítu eftir fyrsta keppnisdaginn, hún fékk gull í 800 og komst í úrslit í 400
Viðtal við Hafdísi eftir fyrsta keppnisdaginn, hún fékk silfur í langstökki og brons í 100m
Viðtal við Gunna Palla þjálfara eftir fyrsta keppnisdaginn
Ég byrja að keppa á fimmtudaginn, það verður bein úrslit í báðum grindunum. Fyrst kl. 16.45 í 100m grind og svo kl. 19.15 í 400m grind.. á íslenskum tíma væri það kl. 14.45 og 17.15..
Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss.
Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)
Frábær pistill! Bestu kveðjur til Lúx
Takk fyrir það Benóný! 🙂