Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Allt gott að frétta frá Svíþjóð

Allt gott að frétta frá Svíþjóð

Það er orðið langt síðan að ég bloggaði síðast en í stuttu máli þá er bara  allt gott að frétta af mér! Ég er búin að vera æfa alveg hrikalega vel eftir innanhústímabilið og gengur vel, búin að bæta mig til dæmis í power clean, þegar ég lyfti 3x70kg. 
Ég er búin að vera súper upptekin síðustu 3 mánuði og þá sérstaklega síðustu 2 vikur að skrifa B.S ritgerðina mína. Hún fjallar um hvaða erfileika íslensk fyrirtæki hafa orðið fyrir þegar þau hafa verið að flytja út til Svíþjóðar, ég vona í framhaldinu að ég finni vinnu við eitthvað svipað hérna í Svíþjóð. (ég er að leita mér að vinnu núna)
Svona er ég búin að vera síðast liðna 3 mánuði.. skrifa og skrifa í B.S ritgerðinni.. hér er ég að hljóðrita eitt af mörgum viðtölum sem ég tók og sötra boost í leiðinni.
Í mars  kom Ágústa til mín í æfingabúðir.. það var rosa gaman og vel tekið á því!

Við fórum líka að skauta, á vatninu Runn, gaman að taka öðruvísi æfingu
Við skautuðum til sólseturs, mjög gaman og fallegt.. 
Myndin tekin í höllinni.. „á beinu brautinni“
Þessi mynd segir „ég er í æfingabúðum“
 Ég fór í 10 daga æfingabúðir til Portúgal. Það er alltaf rosa gaman að fara í æfingabúðir, þetta var líka svolítið æfingabúðir í sænsku, að vera bara með svíum í 10 daga. Þó ég sé alveg farin að tala sænsku þá kemur oft fyrir að meiningin verði vitlaus því ég segi eitthvað smá vitlaust. Eins og til dæmis í æfingabúðunum var ég að gera einhverja æfingu, sem var ekki að takast. Ég reyndi aftur og aftur og aftur og á endanum tókst það og þá var ég svo glöð að ég hoppaði upp og kallaði „húrra! húrra! húrra!“ allir svíarnir séru sér við og gláptu á mig. Því þá var ég að kalla „hóra“ á sænsku.. „hurra“ er húrra.. hahaha.. 


400m grind æfing í Portúgal. Það gekk alveg ótrúleg vel að hlaupa, miða við að ég var ekki búin að taka 400m grind æfingu (með réttri lengd á milli grinda og hlaupa yfir nokkrar grindur) síðan síðasta sumar. Það var svo miklu léttara að gera sömu æfingu núna í æfingabúðunum miða við hvernig það var fyrir ári síðan. Þannig ég hlakka til að fara að keppa!

Á vellinum, teygja á eftir æfingu 🙂  Ég uppgvötaði fjórar öðruvísi matarvenjur hjá Svíum.
1) opna appelsínur með munninum
2) blanda bragðlausu sódavatni og safa saman (þá ertu komin með gos drykk)
3) setja salt á brauðið sitt
4) borða brauð með hunangi og osti
Sundæfing
Hópmynd. Ég er yfirleitt alltaf að æfa með þessum strákum og Benke þjálfari er fyrir framan. Já ég veit ég er endurskinsmerki á þessari mynd.. ég hafði ekki mikinn tíma fyrir sólbað, ég var að skrifa í öllum frítíma sem ég hafði. 
Svo er ég búin að halda áfram að æfa í góðu veðri hérna í Falun. Í gær  tók ég þessa mynd, grindahlaupsæfing í 23°C og logni.. algjör steik! Ég er komin með mjög hallærislegt far eftir íþróttatoppinn.. hehehe
Næsta verkefni hjá mér er að keppa á smáþjóðleikunum í Luxemburg, þar mun ég keppa í 100m grind, 400m grind og 4×400. Ég keppi:
28. maí í undanrásum í 100m grind kl 16
30. maí úrslit í 100m grind kl 16.45 og úrslit í 400m grind kl. 19.15
1. júní 4x400m boðhlaup kl 17. 
Allir tímar miðast við staðartíma en klukkan er 2 klst meira í Luxemburg en hún er á íslandi. Ég mun reyna að vera dugleg að koma með færslur frá keppninni. Annars finnst mér líklegt að síðan á facebook verði fljótari að koma með fréttir, þið getið kíkt á hana hér

Svo þegar ég kem heim frá Luxemburg mun ég verja ritgerðina mína og svo útskrifast sem viðskiptafræðingur, nóg af skemmtilegu að gerast hjá mér! 🙂

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

2 thoughts on “Allt gott að frétta frá Svíþjóð

Leave a Reply