Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » að muna eftir öllu – Myndasyrpa

að muna eftir öllu – Myndasyrpa

Það getur verið ótrúlega erfitt að muna allt sem maður á að gera eða segja.. Það eru til allskonar aðferðir til þess að muna, það er til dæmis mjög sniðugt að búa til sögu eða nöfn á heitum eða kenningum sem maður þarf að muna. Þegar ég var að læra bein og vöðva á latínu notaði ég einmitt þá aðferð og man ennþá mörg nöfnin þó það séu 5-6 ár síðan ég lærði þetta!

Nýlega áttaði ég mig á því að það er hægt að nota þetta í þjálfun. Ég var á kastæfingu, kasta kúlu.. og kasta er svo langt frá því að vera náttúlegt fyrir mig, hreyfingarnar og ferlið í kúlu er mjög ónátturlegar hreyfingar og maður þarf að kasta aftur og aftur og aftur og endalaust til að geta náð þessu… nema hvað ég á samt voða erfitt með að ná þessu (eins og svo margir vita). NEMA hvað.. Blooman kastþjálfarinn var að reyna að kenna mér stellingarnar, það var mjög flókið og var ekki að skila neitt.. svo kom hann með heiti á stelligarnar sem mig langaði til þess að deila með ykkur..

fyrst á ég að koma mér í stellingarnar, djúpt..

síðan á ég að klippa snöggt

og á að lenda með fæturnar í kúrekastöðunni
svo spyrnir maður með fótunum og lyftir sér upp – eins og í clean
Svo snúast fæturnir og mjaðmirnar eins og í „húlla-húlla“
þá kemur efri hlutinn í „hróa hött stöðuna“
og síðast að skjóta .. og ég verð meistari í kúluvarpi

…… eða bráðum.. þegar ég reyndi að hugsa um þetta allt fór kúlan langt út fyrir kastsvæðið og munaði mjög litlu að ég kastaði í langhlaupara.. hahaha.. greyið var alveg skelfingu lostin.. 

Það er ekki mikið vit í þessu fyrir þá sem ekki eru vanir að varpa kúlu, jafnvel ekki einu sinni fyrir þá sem eru að æfa greinina. En þessar útskýringar hjá þessum fyndna gamla manni eru sniðugar, þær eru það skemmtilegar og oft mjög fáranleg nöfn sem hann gefur þeim en gerir það að verkum að ég man  eftir þeim.. 

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply