Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Allir vilja hvatningu..

Allir vilja hvatningu..

Ég ætlaði upphaflega að skrifa þetta blogg um hvatningu í nóvember þegar dagurinn styttist og styttist… æfingarálagið hjá frjálsíþróttafólki yfirleitt í hámarki… og að standa upp á morgnanna getur verið oft mjög krefjandi útaf þreytu, stirðleika og harðsperrum, svo er myrkrið ekki til að hjálpa til við að lífga mann við. Ég tók eftir því að ég átti alveg nokkrar samræður við núverandi eða fyrrverandi æfingafélaga sem voru alveg að bugast.. Því ég held að allir eru á einhverjum tímapunkti að efast um það sem þeir eru að gera.. Ég sjálf fæ stundum í hausinn  á brjálæðislega erfiðum interval æfingum „af hverju er ég að gera þetta?“ þá er mikilvægt að muna eftir sinni ástæðu, jafnt innri sem ytri. Það að hugsa um að maður ætli að vinna einhver verðlaun eða eitthvað því um líkt er ytri hvatning.. en innri hvatningin skiptir oft meira máli. Fyrir mig er ein ástæða til dæmis að sýna að maður getur náð góðum árangri þrátt fyrir að hafa verið rosa veik af einkirningasótt. Í stuttu mál fékk ég s.s einkirningasótt  2008, varð rosalega veik, þurfti að vera undir ströngu eftirliti, mátti bara fara úr rúmi til að fara á klósettið (varð að borða í rúminu og allt).. þegar ég var byrjuð að fara aftur út fyrir hússins dyr sögðu margir við mig að ég „þú gætur aldrei aftur náð árangri í íþróttum“ eða „leiðinlegt að þú þurfir að hætta í íþróttum“.. takið eftir að það sagði þetta við mig en spurði ekki .. 
Það hefði alveg verið auðvelt fyrir suma að játa því og hætta.. en ég, fröken þrjósk, þá voru mín fyrstu viðbrögð að „það segir mér enginn hvað ég get ekki gert… ég get það bara víst!!“ og svaraði „ég get bara víst náð aftur árangri!“ Ég er kannski alveg búin að sanna það en ég vil sýna að ég get enn meira.. 

Þegar ég var að byrja að reyna að hreyfa mig eitthvað.. rembast við að ná upp þrekinu fékk ég sjaldan hvatningu frá öðrum, því er svo mikilvægt að hafa sýnar innri hvatningar og raddir í hausnum sem hvetja mann áfram.. Það er líka mikilvægt að hugsa að þú ert að þessu fyrir þig, ekki aðra.. að þig LANGI til þess að gera þetta en ekki af því að þú ÞARFT þess.. 

Mér finnst líka grundvallaratriði í lífinu að fólk eigi alltaf að hugsa að koma fram við aðra eins og það vilji láta koma fram við sig.. Ef þú brosir framan í heiminn þá brosir heimurinn við þér 🙂

Þannig ef þú vilt að fólk hvetji þig væri flott að byrja á að hvetja aðra.. Gott dæmi er í frjálsum, ef það er einhver að taka sprett, kasta, lyfta eða taka á því á einhvern hátt og þú hvetur viðkomandi.. svo stuttu seinna ef þú ert að fara að taka á því þá nánast undantekningarlaust færðu hvatningu frá viðkomandi til baka. 
Mér þótt líka ótrúlega vænt um það þegar mjög gamall maður var í göngutúr á stíg sem ég var að gera interval æfingu á.. ég var að hlaupa endalaust fram og til baka.. og þessi gamli krúttlegi maður brosti til mín og klappaði! Það gaf mér meiri orku til að klára restina af sprettunum.. svo var ég einu sinni að hita upp á hjólinu og það var maður að gera svona „suicide-spretti“ hann var alveg að gefast upp.. Ég veit ekkert hver þetta var en sá að hann þurfti á hvatningu að halda svo ég hvatti hann aðeins.. þegar hann var búinn kom hann til mín og þakkaði mér sérstaklega fyrir stuðninginn.. – allir vilja fá hvatningu!
Ég fékk svona smá tímabil í nóvember, að mér fannst mig vanta pínu eldmóði í æfingunum .. þá var akkúrat planaður peppfundur með æfingafélögunum hérna úti.. það var algjör snilld… en við horfðum til dæmis á nokkur video.. hér eru nokkur sem ég fann:

Hér er Derek Redmond að hlaupa 400m á Ólympíuleikunum 1992, þegar hann rífur hamstring vöðvann, en klárar samt hlaupið !
Annað video um að gefast ekki upp..
Hvatningaræða þjálfara í myndinni „any given sunday“ 
Þetta er æðislegt video til að muna eftir adrenalíninu sem fylgir íþróttinni.. ég fæ allavega fiðrildi í magann og kemst ekki hjá því að brosa að horfa á þetta video 🙂
Hver er ykkar hvatning? einhver góð myndbönd sem þið viljið deila?
Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply