Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Vanillubollakökur!

Vanillubollakökur!

Mig langar til að deila með ykkur ótrúlega góðri uppskrift af bollakökum, hún er EKKI holl en sjúklega góð! 🙂

Þessi uppskrift er fyrir 12 bollakökur. 

Innighald:
1 1/4 bolli hveiti
1 1/8 tesk. lyftiduft
1/4 tesk. salt
1-2 tesk Kanill (eða ber eða 60gr af súkkulaðibitum, mars, rólo eða eitthvað sem þér finnst gott)
1/2 bolli mjólk
1 tesk vanilludropar
1/2 bolli smjör (við stofuhita)
1 bolli sykur
2 egg

1) mjúkt smjör og sykur blandað saman í hrærivél, sykurinn settur saman við smá saman. Þeytt þangað til þetta er orðið vel blandað – þannig að það sé svona létt
2) blanda rest af þurrefnum saman í sér skál
3) blanda mjólkinni og vanilludropunum saman í sér skál
4)bæta 1 og 1 eggi við blönduna í hrærivélinni.. þeyta vel saman, aftur að þeyta þangað til að blandan er orðin létt
5) bæta þurrefnum og mjólkurblöndunni saman við til skiptis, fyrst þurrefni í blönduna í hrærivélinni
6) þeyta þetta þannig að þetta sé vel blandað saman 
7) setja þetta í smurð form, ca 2/3 af hverju formi
8) bakað í 175°C í 18-20 í blástursofni en 20-30mín ef það er ekki með blástur. Eða bara þangað til að þær eru orðnar fallegar á litin, og ef þú kemur við þær þá eru þær svampkenndar.
9) láta kökurnar kólna og síðan setja það krem sem þið viljið.. hér að neðan kemur allavega ein hugmynd

Vanillukrem: 
113gr rjómaostur (kaldur)
1 1/2 mask mjúkt smjör
1 tesk vanilludropar
1 bolli Flórsykur
-> best að þeyta þetta allt saman í handþeytara svo þetta verði nú örugglega ekki í neinum kekkjum, má bæta við meiri flórsykri til þess að þykkja kremið meira  😉

ATH. þetta er svolítið mikið krem, var alveg slatti afgangur hjá mér, fer auðvitað eftir því hvað maður setur mikið af kremi á hverja köku hvað maður þarf mikið krem.. En ég frysti allavega afgangin hjá mér og notaði aftur eftir 2 vikur, það var allt í lagi. Setti það bara í loftþéttbox, en ég mundi ekki frysta það í lengri tíma, það gæti kristallast og ekki verið eins gott. 

Hér gerði ég uppskriftina með kanil. Ég á ekki rjómasprautu svo ég notaði plastpoka til að setja kremið á kökurnar

Hér gerði ég með súkkulaðibitum og 2 líka með frosnu jarðaberi í miðjunni. Eins og sést þá smurði ég formin með smjöri, annars festast kökurnar við formið.

Komnar úr ofninum, þá er bara að bíða eftir þær kólni til að setja eitthvað geggjað krem á þær! 🙂

Hér setti ég kremið á bara með gaffli, gekk bara mjög vel 🙂

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

One thought on “Vanillubollakökur!

Skildu eftir svar