Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Eggja-súpa/grautur – ódýrt, einfalt og fljótlegt

Eggja-súpa/grautur – ódýrt, einfalt og fljótlegt

Eggjagrautur var eitt af því sem var reglulega í matinn heima hjá mér. Ég komst af því að fæstir vita hvað þetta er og enn færri vita hvernig er hægt að elda þetta. Þetta er mjög einfalt og mjög ódýr matur. Við erum að tala um máltíð fyrir 2-3 fyrir ca 5-600 kr 🙂

Hér kemur því uppskrift og leiðbeiningar.

Setja í stóran pott:

7,5 dl nýmjólk (ef önnur mjólk er notuð, þynnri þarf að þykkja meira með maísmjöli)

2.5 dl rjómi (má sleppa en gott að gera hann meira rjómakenndan)

2 msk maísmjöl (ef þú átt það ekki til er hægt að redda sér með hvítu hveiti)

1-2 msk vanillusykur 

½ msk vanilludropar (hægt að nota hreina vanillu)

Smá salt ca. 0.5 tsk

1.5 msk sykur

Hræra og fá suðu upp. Þegar suðan kemur upp freyðir mjólkin og því mikilvægt að vera í stórum potti. Við suðuna ætti súpan að hafa þykknað aðeins.

Þegar mjólkin fer að sjóða er slökkt undir og hrært stöðugt í pottinum. Þegar það er hætt að sjóða í pottinum má bæta við 6 pískuðum eggjum.

Eggja-súpa/grautur

Það má alls ekki láta eggin of snemma annars hlaupa þau í súpunni. 

Súpan þykknar við að bæta eggjunum við. Þetta er ýmist kallað eggja súpa ef þetta er þynnra og grautur ef viðkomandi vill hafa þykkari áferð.

Borið fram með Kanil (eða kanilsykri) og rúsínum. 

Þetta tekur aðeins örfáar mínútur að elda þennan mat. Þetta minnir helst á eftirrétt, rjómakenndur búðingur með vanillubragði 🙂

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply