Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Hvernig á að skera út Hrekkjavöku / Halloween rófur?

Hvernig á að skera út Hrekkjavöku / Halloween rófur?

Hrekkjavakan er orðin árlegur viðburður hér á Íslandi og verður sífellt stærri. Íslendingar hafa verið að skera út grasker og búa til andlit. Graskerin eru flutt inn í stórum stíl til þess að nota í skreytingar. Það er líka annar valmöguleiki, að nota rófur! Sem er í raun eldri hefð og kemur frá Evrópu. Hrekkjavaka var haldin áður fyrr þar sem það var nýtt ár að hefjast samkvæmt gamla dagatalinu, sumrinu að ljúka og veturinn að byrja.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kostir að nota rófur:

 • Styðja við íslenska rófubændur í stað þess að flytja inn grænmeti.
 • Kílóverðið af graskerum er dýrara en af rófum
 • Hægt að nota það sem skafið er úr í matargerð (í salat, súpu, rófustöppu ofl.)
 • Minna kolefnisspor að nota íslenskt grænmeti
 • Ekki eins subbulegt og að hreinsa grasker
 • Endast lengur
 • Virðast oft meira hræðilegar

Gallar:

 • Erfiðara að hreinsa úr rófum en graskeri

Hér koma smá leiðbeiningar hvernig hægt er að skera út Hrekkjavöku rófur :

 1. Best er að velja rófu í stærra lagi ca. 1kg eða stærri. Þá er auðveldara að skera út og gera andlit/skera út
 2. Byrjar á að skera toppinn af rófinni
 3. Hreinsa út úr rófunni, það er hægt að gera það með skeið en það tekur langan tíma og frekar erfitt. Mæli með að nota borvél – helst að nota spaðabor eða annars breiðan bor. Sjá myndband hér að neðan sem sýnir hvernig ég hreinsaði út.
  1. Það þarf samt að gæta þess að fara rólega með borinn
  2. Passa að fara ekki í gegnum rófuna, vera á vinnuborði  eða með bretti undir til öryggis
  3. Þrífa borinn mjög vel ef þú ætlar að nýta innihaldið úr rófunni.
   Hrekkjavökurófur skafa úr rófu
 4. Þegar þú ert búin/n að nota borinn eins og þú getur er gott að nota sporjárni til að hreinsa út, líkahægt að nota skeið eða annað sem þú getur notað til að skafa innan úr rófunni.
 5. Þegar rófan er orðin hol að innan teiknar þú með túss utan á rófuna það munstur / andlit sem þú vilt hafa og skerð út með hníf. Hrekkjavökurófur
 6. Mæli með að gera smá gat efst fyrir ofan kertið – búa til stromp – svo að rófan brenni ekki. Nóg að gera bara gat fyrir ofan logann. Sérstaklega mikilvægt ef rófan er lítil.
 7. Settu svo sprittkerti inn í rófuna og út eða þar sem þú vilt hafa hana 🙂

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndband hvernig hægt er að gera Hrekkjavökurófur:

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply