Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Rabarbaraberja baka

Rabarbaraberja baka

Þetta er ekta íslensk sumarbaka. Ég er búin að baka þessa köku nokkrum sinnum í sumar og prófa mig aðeins áfram.
Niðurstaðan er að ég ætla að deila með ykkur tveim uppskriftum, önnur með meiri sykri og minna af berjum og hin minni sykur og meira af berjum. Ég kýs sjálf að borða sem minnst af sykri og mér finnst sykurminni kakan alveg vel sæt fyrir minn smekk. Aðrir eru vanir að setja mikinn sykur í kökuna og vilja því frekar hina. Það er þó minni sykur en í mörgum uppskriftum „frá ömmu“ – þar sem almennt var notað mun meira af sykri fyrir 10 árum+.

Það má alveg leika sér mer hlutföllin af rabarbara og berjum, reyna kannski að miðast við að heildar gr sé svipað. Ef þér finnst jarðaber best getur þú haft hlutfallslega meira af þeim en hinu eða ef þú átt bara meira til af jarðaberjum o.sv.frv.

Fyrri útgáfan er með minna af sykri og meira af berjum. Ef reiknað er út sykurmagnið í hverjum 100gr í þessari uppskrift er það sirka 6gr af viðbættum sykri í hverjum 100gr.

Deigið:

Byrja á að hræra/þeyta saman
35gr sykur
60 gr smjör
bæta svo við 
0.5 tsk. Vanilludropa
1 egg
þeyta aftur saman

Blanda rest saman við og hræra:
100ml nýmjólk
225 gr hveiti
2tsk lyftiduft
0.5 tsk salt

Deigið hnoðað létt saman og flatt út – passa að fletja ekki of þunnt út. Degið er síðan sett ofan í smurt form – ca 23 cm þvermál Breiddi yfir formið, aðeins upp á kanntana.

Ávaxtafylling settir yfir, pressað aðeins ofan í degið og smá kanil stráð yfir

Fylling:
170 gr rabarbari
80 gr bláber
145 gr jarðaber

(einu sinni átti ég ekki jarðaber og setti þá 60gr af rifsber í staðin og þá 130gr bláber og 150gr rabarbara)

Toppur:
40 gr sykur
70 gr hveiti
1 Tsk. kanill
60 gr brætt smjör
Blandað saman og stráð yfir ávexti

Bakað í 40 mín á 190°C á blæstri. Æðisleg að borða volga með rjóma eða ís. 


Útgáfa með meiri sykri og minna af berjum. Sama aðferð en innihaldið aðeins öðruvísi.

Deigið:

100gr sykur
60 gr smjör
Hrært saman

0.5 tsk. Vanilludropa
1 egg – sama
Þreytt aftur saman

100ml nýmjólk
225 gr hveiti
2tsk lyftiduft
0.5 tsk salt

Deigið hnoðað létt saman og flatt út – passa að fletja ekki of þunnt út. Degið er síðan sett ofan í smurt form – ca 23 cm þvermál Breiddi yfir formið, aðeins upp á kanntana.

Ávaxtafylling settir yfir, pressað aðeins ofan í degið og smá kanil stráð yfir

Fylling:
122 gr rabarbari
60 gr bláber
79 gr jarðaber

Toppur:
90 gr sykur
70 gr hveiti
1 Tsk. kanill
60 gr brætt smjör

Bakað í 40-45 mín á 190°C

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply