Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Jarðarberja og bana ricekrispís kaka – Enginn hvítur sykur!

Jarðarberja og bana ricekrispís kaka – Enginn hvítur sykur!

Ég geri þessa köku fyrst fyrir afmælisveislu. Gestirnir fóru varlega í að smakka hana því ég tók fram að það væri enginn viðbættur sykur – enginn hvítursykur. Ekki leið á löngu þar til allir fengu sér meira og slóust um að fá síðasta bitan. Gestirnir í þessu afmæli eru ekki vanir að vera sleppa sykri í kökum og höfðu því ekki neina trú á að þessi kaka væri eitthvað sérstök.

Ummælin sem voru sögð voru ma:
„þetta er langbesta sykurlausa kaka sem ég hef nokkurn tímann smakkað.“
„þessi kaka er sjúk!“
„þessi kaka er svo fersk með svona mikið af ávöxum“
„ég get ekki hætt að borða þessa köku“
„ég get sko mælt með þessari köku við alla“

Innihaldið er:

 • 110 gr íslenskt smjör
 • 190 gr Diablo white chocolate with strawberry
 • 2 msk agave síróp
 • 4 bollar ricekrispís (950 ml)
 • 1 og 1/2 banani
 • 5 jarðarber (skar niður rest af öskjunni og bauð með í skál við hliðin á)
 • 1/2 l rjómi
 • Bodylab zero topping salted caramel sósa ofan á kökuna

Hér koma svo leiðbeiningar :

 • Bræða saman smjör, súkkulaði og síróp án lágum hita (svo það brenni ekki)
 • Hræra saman þangað til þetta er allt orðið vel blanað saman. Bæta þá við smá saman ricekrispís
 • Setja bökunarpappír í form (ég notaði 25cm breitt form) og hella svo blöndunni ofan í. Dreyfa vel úr og þjappa vel allstaðar.
 • Setja í ískáp eða frysti í a.m.k 15 mín.
 • Ég setti smá karamellusósu á kökudiskinn svo að kakan væri ekki eins mikið að hreyfast á disknum.
 • Raðaði svo bananasneiðum allstaðar og dreyfði jarðaberjum yfir.
 • Notaði rjómasprautu til að sprauta rjómanum ofan á – þannig að það myndast svona toppar allstaðar.
 • Endaði svo á að sprauta karamellusósunni yfir

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply