Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Barnamatur – einfaldar uppskriftir

Barnamatur – einfaldar uppskriftir

Ég var í viðtali við Nettó fyrir heilsublaðið í janúar 2019 í samstarfi við Heilsu. Viðtalið sem var birt við mig má sjá hér. Hér kemur lengri útgáfa af þessu viðtali.

Hér koma nokkar einfaldar uppáhalds uppskriftir hjá stelpunni minni:

6.5 – 12 mánaða:

Ungbranagrautur með :

  • brjóstamjólk
   • acacado og hafrarjóma
  • maukaðum ávextir t.d pera, epli

Mauk:

  • pera og sveskjur
  • gulrætur, pera
   • gulrætur, sveskja, rófur
   • Bokkolí, rófur, sveskjur
  • Blómkál, pera, gulrætur

Smoothie:

  • avacado, epli (ekki með hýði), mango, vatn
  • banani, fersk piparmynta, epli (ekki með hýði), jarðaber, vatn
  • avacado, epli, mango, vatn
   • Avacado, banani, epli, piparmynta
   • avacado, bláber, kókosvatn, mango
  • Chia grautur, chia fræ látin liggja í vatni, hafrarjóma bætt við og settir ávextir saman við – hægt að mauka í blandara þegar þau eru nýbyrjuð að borða

Eldað:

 • hafagrautur, stundum hefbundinn en yfirleitt sýð ég grautinn með smá hafrarjóma/mjólk og set smá kanil. Þá verður hann bragðbetri og þéttari í sér
  • gott að gera lúxus stundum og hafa ber eins og jarðaber, bláber, rifsber, hindber
 • Hafrakallar:
 • Steiktur hvítur fiskur og soðið blómkál og gulrætur
 • Grjónagrautur – úr Odly haframjólk og með rúsinum og pínulítið af kanil stráð yfir (ekki kanilsykri)

Nesti:

Systema boxin eru snilld fyrir ávaxtabita

  • skera niður vínber
  • Amisa qinoa kex (subbast ekki allt út)
  • cheerios og rúsinur
  • smoothie
  • hafraklattar
  • Banani
  • Gúrkubitar
  • harðsoðið egg (mín byrjaði að borða mikið af eggjum strax um 8 mán)
 • Vitabio skvísur.

Ráð sem ég mundi gefa foreldrum eru :

  • Prófaðu mismandi mat og mismunandi samsetningu. Prófaðu að breyta hlutföllunum Ef barnið vill það ekki er mikilvægast að það borði eitthvað.

   Hörfræolía

  • Best að prófa nýjan mat snemma dags/hádegi bæði til að sjá hvernig maturinn fer í barnið einnig ef það borðar lítið er það verra fyrir svefninn. Betra að borða góða máltíð áður en þau fara sofa svo þau vakni ekki svöng um miðja nótt (þá er gott að eiga til skvísu sem hægt er að grípa í).
  • Mæli með að eiga fjölnota skvísur sem hægt er að setja bæði smootie og heimagert mauk í.
  • Þegar börnin eru að taka tennur og með hita hefur algjörlega bjargað mér að gefa stelpunni minni frosið magno eða banana í fæðusnuð/net
  • Finndu eitthvað sem barnið þitt elskar, eins og mín hefur elskað perumauk og gat ég yfirleitt  bætt við perumauki þangað til að hún vildi borða matinn – ef þessi nýi matur var ekki að hitta í mark.
  • Fyrir hægðartregðu sem er mjög algeng þegar börnin byrja að borða fasta fæðu virkaði best sveskumauk, perumauk og hörfræolía fyrir mína. Einnig vildi hún bara kúka í kopp ef hægðirnar voru harðar. Þá setti ég hana á koppinn þegar ég sá að hún var að byrja kúka strax 6.5 mánaða.
  • Smoothie er frábært sérstaklega í veikindum þar sem það gengur betur að fá hana til að drekka en borða. Ekki gott að hafa hann of kaldan – frosin, þá drekka þau yfirleitt minna.
   • Ef þau eru lasin er líka gott að reyna að fá þau til að drekka kókosvatn, þau eru full af næringu. Ég hef gefið minni kókosvatn frá Cocowell. Það er líka sport að fá að drekka með röri. 
  • Ótrúlega þægilegt að eiga stundum tilbúin mat fyrir börnin eins og skvísur bæði ávaxta eða kvöldverðar. Bæði ef það vinnst ekki tími til að vera með matinn tilbúinn þegar barnið er svangt eða barnið vill alls ekki borða það sem er í matinn.

Aðeins meiri texti um mína skoðun 

Ég á stelpu sem er að vera 17 mánaða þegar þetta er skrifað. Allir hafa sína skoðun á mataræði og langar mig til þess að deila með ykkur minni skoðun. Mér finnst vera mikil ábyrgð á foreldrum þegar komið er að því hvernig börnin þeirra borða. Ég las mig til um fjölbreytta fæðu og hvað börn mættu að borða hvenær. Það eru alls ekki allir sammála í þessu eins og svo mörgu öðru. Í dag er talað um að börn megi strax byrja að borða nánast hvað sem er, bara ekki sterkan mat og það sé vel eldað. Það þarf þó alltaf að fara rólega í að smakka eitthvað nýtt og ekki smakka margt nýtt í einu. Fyrst þurfa þau líka að fá allt maukað/stappað til að auðvelda við meltinguna.

Ég hef því alltaf fylgt mínu innsæi hvaða mat mér finnst vera rétt að gefa stelpunni minni. Mikilvægast er að hún kynnist fjölbreyttri fæði og sleppi hvítum sykri. Ég fór eftir tilmælum landlæknis með að hún yrði eingöngu á brjóti til 6 mánaða enda var hún líka algjör bolla og þurfti ekki meira. Hún smakkaði því mat rúmlega 6 mánaða og þá byrjaði ég að gefa henni Hollet Millet barnagraut blandaðan saman við brjóstamjólk. Þegar ég átti ekki til brjóstamjólk fékk hún Odly hafrarjóma/mjólk. Ég fór fljótlega að stappa avacado í grautinn. Hún borðar avacado nánast daglega. Hún fær einni daglega D-vítamíndropa frá Animal og Biona Hempolíu og Hörfræolíu frá Bio Zentrale. Hún fær engar mjólkuvörur nema smá ost og smjör stundum. Hún fékk ekkert sem innihélt mjólk fyrr en hún var að verða 1 árs. Mjólkurvörur fara illa í mig og hún er því að borða svipaða fæðu og ég.

Það voru aldrei til ávextir eða grænmeti heima (nema kartöflur og rófur) aftur á móti borðar stelpan mín mjög mikið af ávöxtum og getur borðað endlaust af þeim og ég reyni að hafa eins mikið grænmeti með og hægt er. Passa þarf að gufusjóða grænmetið þangað til að þau eru tilbúin að borða óeldað grænmeti. Hún byrjaði snemma að borða gúrku í fæðusnuð/net og elska enn að fá gúrkubita til að tína upp í sig.

Ég var með fullt af uppskriftum úr bókum ofl. sem ég eldaði fyrir hana en það var eins og ef ég hefði of mikið fyrir að finna til matinn þá vildi hún hann ekki. Ég þurfti að prófa mig mikið áfram með hvaða samsetningu hún vildi. Ég gufusauð grænmeti og frysti svo í Systema klakaboxi sem ég tók út eftir þörfum. Flest endist í 2 mánuði í lofþéttum umbúðum í frysti. Mikill munur að þurfa ekki að eyða alltaf miklum tíma í að sjóða grænmetið og græja matinn. Á kvöldin tók ég svo út teninga, setti í Systema box inn í ísskáp þar sem það þiðnaði yfir nóttina.

Þegar ég vel mat fyrir stelpuna mína reyni ég að velja sem hreinasta fæðu og helst alltaf lífræna. Ég vil ekki að hún sé að borða unnar vörur sem innihalda fullt af aukaefnum. Lífrænar vörur eru líka yfirleitt bragðbetri og ferskari vörur.

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply