Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Viðtalið mig í afmælisblaði umf Selfoss

Viðtalið mig í afmælisblaði umf Selfoss

Það eru ekki allir sem vita hvað ég þarf oft að „byrja aftur“ En ég vil meina að ég sé heppin, því ég næ alltaf að koma mér af stað aftur. Þetta gæti verið svo miklu verra og þvílík heppni að ég getið ennþá æft. Veit ekki hversu oft sjúkraþjálfarar og læknar hafa fulltyrt að ég eigi ekki að geta æft meira, allavega ekki sem afreksmanneskja. En það er enginn sem ákveður það nema ég.

Ég var aldrei búin að deila viðtalinu sem tekið var við mig fyrir afmælisblað umf Selfoss sem kom út 2017. Þið getið séð blaðið í heild sinni hér. Viðtalið við mig getið þið lesið hér að neðan. Í þessu viðtali er ég aðeins að ræða veikindi og meiðsli sem ég hef verið að díla við síðan 2013. En ég hef verið í standslausum meiðslum og veikindum frá því ég byrjaði að æfa 2004, ég hef til dæmis aldrei náð að æfa heilan vetur, það kemur alltaf minn 1 mán pása hvern vetur út af mismunandi ástæðum. Stærstu þættirnir fyrir 2013  eru:

  • slitið liðband  í ökklanum 2004 (ekki sama og 2015)
  • missteig mig og kom sprunga í legg og blæddi inn á bein og lið. 2005
  • reif liðþófa í hné 2006
  • taugahnútur í rist 2007
  • einkirnissótt 2008 og var að komast rólega af staða í æfingum til 2009. Hefur enn áhrif á mig í dag
  • barkabólga 2011
  • brákaði brjóstbein/birngu des 2011 háði mér inn í 2012

Svo er endalaust um minni meiðsli, ég hef verið meidd allstaðar í líkamanum án gríns. Þegar ég varð ólétt vonaðist ég eftir að kviðurinn, eða kviðvöðvarnir og verkir sem ég hef verið með þar síðan ég fékk einkirnissóttina og versnaði eftir bílsslysin mundi lagast eftir óléttuna. En mér varð ekki að ósk minni þar sem ég er verri í kviðnum eftir óléttuna. Kviðvöðvarnir teygðust of mikið, bandvefurinn gaf sig á milli þannig það er gat þar sem miðjulínan á að vera á kviðnum, mest við nafla. Þar af leiðandi get ég aldrei náð fullri spennu í líkamann. Líkleg ástæða fyrir þessu er að ég fæddist með kviðslit sem var gert við þegar ég var 6 ára, og því er veikleiki til staðar í kviðvöðvanum. Einnig er ég mjög viðkvæm í lífbeininu eftir meðgöngu að fá verk þar ef ég geri mikið ósamhverfa æfingu – stíg ekki jafnt í fætur – æfingar á öðrum fæti eða æfingar til hliðar.

Ég hljóp samt hraðar í sumar en ég gerði áður en ég var ólétt. Ég hljóp mín hröðustu hlaup eftir bílslys aðeins 5 -6 mánuðum eftir ég byrjaði að æfa aftur frjálsar eftir meðgönguna. Það reynir mikið á hausinn að halda alltaf áfram. Mig langar bara svo að bæta mig aftur. Miða við hvað gekk vel í sumar er ég vongóð að það takist. Ég þarf bara að halda áfram að vera jákvæð og hafa gaman á æfingum. Ég byrjaði í haust að æfa hjá Kára Jónssyni og með nýjum/gömlum æfingafélögum. Spennandi að sjá hvaða áhrif það hefur.


Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply