Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Stelpukvöld

Stelpukvöld

Í samstarfi við Heilsu bauð ég vinkonum mínum til mín í „stelpukvöld“. Heilsa gaf okkur nokkrar vörur og við áttum saman æðislegt og skemmtilegt kvöld.

Við vorum fjórar vinkonur sem hittumst. Við vildum ekki hafa þetta of flókið eða dýrt en samt gera skemmtilegt kvöld.

Ég byrjaði á því að undirbúa og gerði Kókos-möndlusmjörsnammi getið séð uppskriftina hér. Ég var enn að gera þessar kúlur þegar stelpurnar komu en það var allt í lagi. Þær hjálpuðu mér bara að bræða súkkulaðið og klára þetta. Það var líka gaman að vera saman í eldhúsinu.

Við bræddum líka rúmlega magn af súkkulaði og notuðum restina til að hjúpa jarðaber. Settum þetta svo allt inn í ísskáp á meðan ídýfan var að hitna inn í ofni. Á meðan ídýfan hitnaði kólnaði súkkulaðið utan á jarðaberjunum og namminu. Það er klassíkst að gera heita ídýfu með því að hafa rjómaost, salsasóu og svo rifin ost. En ef þú vilt toppa ídýfuna mæli ég með að setja baunastöppu frá Amazin ofan á rjómaostinn – undir salsa sósuna (svo rifin ostur efst).

Við byrjuðum á að fá okkur að borða og fórum svo og lökkuðum neglurnar með Alessardo naglalakki. Það var svo gullmaskinn (gerður úr 24k gulli) frá OMG! sem sló í gegn. Það sem við hlóum mikið bæði að bera hann á okkur og svo reyna að taka myndir af okkur með maskann. Þegar maskinn þornar verður þetta eins og það sé búið að strekkja á húðinni og maður getur ekki opnað munninn almennilega eða brosað.

Maskinn kostar aðeins 1.467 kr. í Lyfju  svo er einnig hægt að kaupa hárband og bursta til að dreyfa maskanum yfir andlitið. Því annars er hætta á að maður verði pínu subbulegur. Sérstaklega ég, sem er frekar mikil brussa. Maskinn kemur heitir 3 in 1 því það er sér maska fyrir augun og svo krem til að setja á andlitið eftir maskinn er tekinn, svo húðin var alveg silkimjúk á eftir.

Þessi maski er svona „peel off“ sem þýðir að þegar maskinn þornar á andlitnu þá geturu tekið maskann af með því að „kroppa“ hann af. Ég náði mínum af í heilu lagi. Þetta var eins og andlistgríma – sjá mynd hér að neðan.

Takk stelpur fyrir yndislegt kvöld og takk Heilsa fyrir okkur.

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply