Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Mexikóskt Lasagne

Mexikóskt Lasagne

Þessi gómsæta uppskrift passar fyrir ca 3-4. Það er mjög einfalt að elda þessa uppskrift, getið séð myndband neðst.

Að mínu mati erAmaizin Kókosrjómi mikilvægasta í uppskriftinni, gerir þetta lasage öðruvísi en önnur (þaðer ekki mikið kókosbragð af réttinum.). Það er notaður einn pakki af kóksrjómanum í þessar uppskrift þannig ekki verður eftir hráefni sem þú veist ekki hvað þú átt að gera við.

Innihald:

 • Biona olive olía
 • 3 kjúklingabringur (eða 500 gr af þeim próteingjafa sem þú vilt, t.d  baunir eða hakk)
 • 3 dl vatn
 • 5 tsk Papriku krydd
 • 2 tsk Cumin krydd (ATH ekki Kúmen fræ)
 • ½ tsk Oregano
 • 2 tsk Hvítlauksduft
 • ½ tsk Chiliduft frá sonnetor (má sleppa ef þú þolir ekki sterkan mat)
 • ½ salt
 • ½ Paprika
 • ½ box Sveppir
 • 1 Amaizin hot salsasosa
 • 200 gr Amaizin Kókosrjómi
 • 2-3x Amaizin  tortillakökur
 • 150 gr Amaizin Snakk poki
 • 100-200 gr rifin ostur

Aðferð:

 

 • Skera kjúklingabringur niður í bita og steikja upp úr Biona Olive olíu.
 • Bæta kryddblöndunni við og vatni
 • Bæta söxuðum sveppum og papriku við.
 • Bæta við kókosrjómanum og salsasósu. Láta blandast vel saman.
 • Láta malla í 5 mín
 • Setja amaizin torillakökur í botninn á eldföstumóti, þekkja botninn,
 • Hella réttinum yfir
 • Hella snakkinu yfir
 • Dreyfa ostinum yfir
 • Baka í ofni á 160°C í 15 mín
 • Gott að borða með salati, sýrðum rjóma og guacamole.

Ég fékk Amaizin vörurnar frá Heilsu, hægt er að kaupa þær í Heilsuhúsinu, Nettó og í Hagkaup

Hér að neðan er myndband af þegar ég er að elda þennan rétt:

 

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply