Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Liðkandi æfingar við bakverk

Liðkandi æfingar við bakverk

Ég verð auðveldlega stíf í bakinu og þegar ég var ólétt var ég snemma aum og stíf í brjóstbakinu. Ég var búin að vera slæm í nokkrar vikur, svaf illa og allt óþægilegt. Mér fannst líka erfitt að finna leiðir til að liðka mig til þar sem kúlan takmarkaði hvaða teygjur og æfingar ég gæti gert. Það var svo ekki fyrr en ég byrjaði í meðgöngujóganu hjá Auði að ég varð betri. Strax eftir fyrsta tímann svaf ég betur og verkjalaus eftir nokkra daga. Jógaæfingar og liðkandi æfingar með bolta virkuðu svona ótrúlega vel fyrir mig.

Þar sem ég var búin að skoða og prófa ýmislegt sem ýmist virkaði stutt eða ekki langaði mig að deila með ykkur nokkrum æfingum með íþróttabolta sem ég lærði hjá henni Auði. Þessar æfingar eru ekkert bara fyrir óléttar konur en ganga fyrir þær, eða þær virkuðu allavega mjög vel fyrir mig. Mæli allavega með að prófa þessar æfingar ef þú ert stíf/ur eða aum/ur í baki.

Reyndar er jóga ótrúlega gott ráð við bakverkjum. Ég fékk svo ráð hjá Auði til að gera enn fleiri æfingar eftir liðkandi æfingar heima.

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply