Allir hafa skoðun á því hvernig óléttar konur líta út

Helgina 8-9 júlí var ég að starfa á Meistaramóti Íslands. Ég var þá komin 33 vikur og fékk þægilegasta starfið eða veita verðlaunapeningana. Það var gaman að vera á vellinum og hitta alla, það var líka pínu erfitt að horfa á og vera ekki með sjálf. Þar sem ég var að veita verðlaun fór ég ekki fram hjá neinum og ekki óléttan heldur. Ég fékk ótrúlega mikið af ummælum/skoðunum um það hvernig ég og/eða kúlan væri. Einnig var maginn á mér orðin „almennings eign“ sem öllum fannst mjög gaman að koma við. Mig langaði að deila nokkrum ummæli með ykkur, spurning hvort þið tengið við einhver af þeim:
- Ertu viss um að það sé bara rúmur mánuður í settan dag?
- mikið ertu nett
- Þetta er bara smá körfubolti framan á þér
- Afhverju er kúlan þín svona neðarlega?
- mikið ertu flott
- nú skil ég afhverju þú ert ekki að keppa
- „hvað er langt þangað til þú átt að eiga?“ – svar „rúmlega mánuður“, svar til baka „vá, og mér finnst þú alveg vera að springa núna!“
- vá hvað kúlan hefur stækkað
- váá.. má ég koma við (eftir að það er búið að setja hendurnar á magan)
- sparkar barnið mikið?
- þú hefur greinilega ekki bætt að ráði á þig, bara kúlan
- stelpa eða strákur? (ekkert spurt/sagt á undan)
- þú ert orðin stór
- Mikið líturu vel út
- mikið ertu fín
- Það fer þér vel að vera ólétt
- Hvað er eiginlega að gerast þarna?!
- Ertu búin að vera borða aðeins of mikið? (það var reyndar sagt í gríni)
Þess ber að geta að þetta er allt fullorðnir einstaklingar. Einnig vil ég líka taka fram að ég hef mjög gaman af þessum ummælum, hef ekki verið viðkvæm fyrir því en get alveg skilið ef einhverjar gætu tekið sum ummæli nærri sér. Ég held samt að skondnasta sem ég hef heyrt er þegar ég var spurð „og veistu hver pabbinn er?“ þegar ég fattaði að viðkomandi var ekki að djóka sagði ég „já, kærastinn minn, sem ég er búin að vera með í 9 ár“ og svarið til baka „já, bara alltaf þessi sami“…
Ef einhver er að hugsa hvað er rétt/rangt að segja við óléttar konur þá er engin regla. Mér finnst öll ummæli skemmtileg eða fyndin. Ég held samt að flestar óléttar konur vilji ekki heyra að þær séu stórar/að springa eða eitthvað í þá áttina. Frekar að þær séu nettar eða líti vel út/kúlan fari þeim vel. Ég man samt að fyrst þegar ég var ekki komin með neina kúlu vildi ég ekki láta tala um magan á mér sem „bumbu“ frekar kúlu. Mér fannst bumba bara hljóma eitthvað illa og ekki fallegt lýsingarorð.
Til viðmiðunar hvernig ég leit út þá er myndin með þessu bloggi tekin á mánudeginum 10. júlí á æfingu í Krikanum.
Annars finnst mér frábært að vera ólétt. Þrátt fyrir öll óþægindi sem ég finn fyrir, verkur í lífbeini, verkir í brjóstbaki, erfitt að beygja sig, þreyta, ógleði ofl. Mér finnst yndislegt að finna hreyfingarnar og ótrúlegt að vera að „búa til“ barn í maganum. Erfiðast þegar ég get ekki sofið í marga daga útaf verkjum og allar stöður of óþægilegar til að geta slakað almennilega á. Mér finnst alveg ótrúlega stutt eftir og ætla að reyna að njóta þess að vera með kúlu og vera í „þessu ástandi“ það mun ekki gerast oft yfir ævina.