Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Keppti í grindahlaupi komin 4 mánuði á leið

Keppti í grindahlaupi komin 4 mánuði á leið

Í gær var bikarkeppni FRÍ og keppti ég þar í grindahlaupi. Þetta var mitt síðasta mót í bili, innanhús tímabilinu er lokið og ég er komin 4 mánuði á leið. Mér fannst ótrúlega gaman að geta tekið þátt en ég fann óneitanlega fyrir því að ég væri ólétt. Mér leið vel líkamlega en mér leið eins og ég væri að hlaupa í stígvélum… og þau full af vatni.. ég var svo þung og hæg á mér. Sem er kannski ekki skrítið.

Ég er líka núna að finna að það sé eitthvað að stækka í maganum, þegar ég beygji mig fram þá er eins og ég sé með þykkt belt utanum magan. Ég átti líka að keppa í boðhlaupi, en 10 mín áður en ég átti að hlaupa byrjaði ég að fá smá verk í kviðinn. Ekkert hræðilegt og alveg verkur sem ég hef fundið fyrir. Ég var alls ekkert stressuð um að eitthvað væri að, en bæði ég og þjálfaranir vorum öll sammála að það væri ekki skynsamlegt að hlaupa. Þetta hlaup skiptir engu, barnið skiptir öllu. Þannig ég vil minna á að þó ég keppti í grindahlaupi í gær þá hlusta ég vel á líkamann og geri ekki meira en mér líður vel með.

Ef ég finn verki þá hætti ég. Það að ég finni verki er ekkert óeðliegt, enda er ég með vefjagigt og er vön að vera með verki útum allt og allskonar eitthvað. Þessi verkur var farin eftir klst og allt í góðu.

Mér líður best þegar ég hreyfi mig, maður verður bara að þekkja sín mörk. Ég ætla að halda áfram að hreyfa mig þó ég mun aðeins blanda mismunandi æfingum inn í núna – ekki bara frjálsar. Ég ætla að fara í léttar fjallgöngur, langa göngutúra, jóga, synda ofl. Fjölbreytt hreyfing er góð.

#óléttarkonurmegaæfa

Við Óli vorum grindahlaupararnir í bikarliði HSK, Óli sem verður 48 ára á árinu og ég komin 4 mánuði á leið við enduðum bæði í 5. Sæti.

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply