Ólettar konur mega æfa

Þegar ég komst að því að ég væri ólétt var eitt að því fyrsta sem ég fór að lesa mig til um var hvernig og hvort ég mætti æfa. Niðurstaðan var já, ég má æfa.
Mig langaði því aðeins að draga saman það sem ég er búin að lesa um og mína eigin reynslu. Ég vil einnig minna á að ég hvorki læknir né ljósmóðir, „bara“ ólétta íþróttakona. Ég ætla að halda áfram að æfa eins og ég get og þeir sem hafa áhuga geta fylgst með á snapchat – fjolasigny.
Afhverju ættir ólétt kona að æfa?
- Ef móðirin er í ágætu formi tekur það hana skemmri tíma að jafna sig eftir fæðingu.
- Rannsóknir hafa sýnt að barnið sýnir meiri viðbrögð og hressara
- betri andleg líðan
- stirðleiki minnkar
- betri svefn
- betri heilsa
- meira þol og þrek
- Persónulega hef ég verið með mikla ógleði sem hverfur á meðan ég æfi.
Hvað þarf að passa?
- Drekka nóg af vökva
- Borða vel, mikið af kolvetnum. Vera með eitthvað snarl á æfingum t.d hentumix frá H-Berg og borða þegar æfing er að klára t.d banana.
- Ekki taka æfingu í miklum hita – hot yoga, bæði ekki gott fyrir barnið að vera í meiri hita og mikið vökvatap fyrir móður
- Ekki byrja á einhverju nýju og ætla að fara að bæta þig eftir þú varst ólétt.
- Ekki lyfta of þungu, það er ekki ákveðin kg heldur þú finnur ef það er of þungt.
- Hlusta á líkamann,
- óléttar konur verða meira móðar – þá þarftu bara að fá að taka lengri hvíld og anda áður en þú ferð af stað aftur.
- Verkir, t.d í mjóbaki, mjöðmum eða einhverstaðar. Ekki gera eitthvað sem lætur þig fá meiri verk. Gerðu eitthvað annað eða hvíldu bara.
- Ákveðnar íþróttir sem er ekki mælt með að móðir stundi og þá sérstaklega eftir 3 mánuði. Aðalega við hættu á að detta eða fá högg á kviðinn. En fyrstu 3-4 mánuðina er fóstrið svo vel varið að það ætti ekki að þurfa að hafa neinar áhyggjur, dæmi:
- Hestaíþróttir
- Skíði
- Boltaíþróttir og íþróttir þar sem hætta er á að lenda í samstuði við annan.
- Jaðarsport
- Ef móðirin er vön að taka mjólkursýruæfingar las ég að það væri í lagi. Hinsvegar þegar barnið er á brjósti þá er það ekki gott. Mjólkin verður ekki eins góð og einnig gæti það minnkað mjólkurframleiðsluna.
Það er betra bæði fyrir móðurina og barnið að móðirin haldi áfram því sem hún er að gera. Ef hún er vön að æfa þá á hún að halda því áfram. Ef móðrin er ekki vön að hreyfa sig er í lagi að fara í stutta göngutúra, ágætt að reyna að hreyfa sig létt 3x í viku.
Ég mæli með því að láta þjálfarinn sinn vita sem fyrst af óléttunni. Sumar finna ekkert fyrir því að þær séu óléttar en ég var með mikið af einkennum og þá var gott að þjálfarinn vissi hann hvað var í gangi. Það sem ég hef fundið mest fyrir er fyrstu 3 mánuðina:
- Andstutt, þarf lengri hvíldir, mjög móð þó ég sé ekkert mjög þreytt
- Ógleði, sem minnkar þegar líður á æfinguna.
- Mjög aum í brjóstunum, það var stundum ómögulegt að gera drillur eða æfingar þar sem líkaminn „skoppar“
- Verkur í mjóbakið, sérstaklega ef ég var að lyfta þungt – kom strax á 6. viku
- sjóntruflanir, þegar ég var ekki búin að borða nóg af kolvetnum – ég var samt alveg búin að borða bara ekki alveg nóg. Þá stoppa ég alveg, borða og hvíli mig.
- minni snerpa, þar sem ég er spretthlaupari finn ég mikinn mun á startinu – minni hraði i í byrjun.
- þarf lengri og rólegri upphitun. Mjög gott að gera alskonar æfingar með líkamsþyngd í bland við hreyfiteygjur.
- meira þreytt og minna þrek.
- Svimi kemur stundum þegar ég tekk stuttan sprett, svolítið eins og standa of fljótt upp. Ef ég finn fyrir því narta ég í hnetur og ávexti.
Ég er allvega búin að æfa eins og ég get, kemur fyrir að ég sé mjög þreytt eða með verki og sleppi þá æfingu. Ég fer oft í göngutúr í staðin til að fríska mig eftir ég hef hvílt mig. Ég hef samt náð að keppa á öllum mótum á innanhústímabilinu. Það er aðeins eitt eftir núna, þá verð ég komin 4 mánuði og ég stefni á að keppa ef mér líður vel.
Ef þú hefur einhvað til að bæta við endilega skildu eftir ummæli.