Jólaóskalisti hlauparans
Vantar þig að finna jólagjöf fyrir hlauparann, einhvern sem er oft að hlaupa eða hreyfa sig?
Þá koma nokkra hugmyndir hér að neðan:
1. Hlaupaskór. Hlauparar endurnýja skóna sína yfirleitt of sjaldan því ef þeir hlaupa mikið þá eru þeir löngu búnnir að eyða upp dempuninni í skónum þrátt fyrir að þeir líti nánast úr eins og nýjir. Þeir sem hlaupa mikið þurfa nýja skóa allavega tvisvar á ári. Annars eru þeir að nota lélega skó, fara illa með fæturna og auka hættu á meiðslum. Ef þú veist ekki hvaða skó þú átt að kaupa þá getur þú farið í Eins og Fætur Toga og fengið faglega ráðgjöf. Þeir geta fundið rétta týpu, þeir vita allt um skó. Ég skrifaði einnig smá færslu um hvaða skó ég notaði sem þið getið skoðað hér.
2. Nudd. Allt íþróttafólk þarf að fara reglulega í nudd, losa um spennu og mýkja líkaman upp. Það eru til allskonar nuddmeðferðir. Sjúkranudd eða djúpvöðvanudd getur verið gott fyrir íþróttafólk en það þykir flestum notalegt að fara bara í afslöppunarnudd líka. Ég mæli með Laugar Spa í World Class, þar getur þú bæði fengið mismunandi meðferðir og færð einnig aðgang að spainu. Það er algjörlega endurnærandi að slappa af þar. Skoðaðu meðferðir hér
3. Eyrnaband. Ef hlauparinn á eyrnaband þá er í lagi að eiga 2-3 stk, því að maður svitnar alltaf vel og þarf að þvo það eftir hverja æfingu.
4. Hlaupaúr eða eitthvað mælitæki. Ég sjálf nota úr frá Garmin, fyrst var ég með Forerunner 620 og núna nýlega er ég komin með Forrunner 735XT, getur skoðað um úrið hér. Mér finnst ég varla geta tekið æfingu í dag án þess að vera með úrið á mér. Fylgjast með púlsinum, vegalengd, hraðanum, taka tíma á hvíld ofl. og einnig áhugavert að sjá hvernig svefnmynstrið er ofl.
5.Íþróttatopp fyrir stelpur. Maður á aldrei nóg af íþróttatoppum, uppáhaldstopparnir mínir eru Moving comfort. Þeir hafa líka fengið fullt af verðlaunum fyrir hönnun ofl. Þeir fást í Eins og fætur Toga.
6. Mat. Hlauparar og íþróttafólk þurfa að borða mikið. Það er kjörið að gefa viðkomandi gjafabréf hjá uppáhaldsstaðnum sínum. Það er yfirleitt hægt að fá gjafabréf á flestum stöðum. Ég elska t.d að fá mér Sushi bæði fyrir og eftir erfiðar æfingar/keppni og er það Sushi Barinn í uppáhaldi hjá mér.
7. Nuddtæki. Það eru til allskonar nuddtæki. Foamrúllur (með og án titrings), boltar, kökukefli ofl. Ég á einmitt enn 2 nudd-kökukefli sem ég var að selja fyrir löngu í fjáröflun, kostar 6.000 kr. getur skoðað þetta hér. Láttu mig vita ef þú vilt kaupa – fjolasigny@gmail.com.
8. Sokkar. Maður á seint of mikið af sokkum. Það eru till allskonar sokkar, fyrir þá sem eru mikið í langhlaupum gætu góðir Compression sokkar verið sniðugir, þá finnst mér Feetures Compression vera bestir. Þeir eru núna á tilboði á 5.000 kr. fram að jólum (kosta 7.990 kr.)
9.Fæðubótaefni. Ef hlauparinn er að taka mikið inn af fæðubótaefnum þá er auðvitað upplagt að gefa honum það. Ég hef verið að fá þau fæðubótaefni sem ég nota bæði í Heilsuhúsinu og líka frá Lean body. Ég veit að Lean body eru að gefa út sérstakt jólagjafabréf til að gefa, annars getur þú líka fengið 10% afslátt með því að nota afsláttarkóðan „Fjóla“
10. Íþróttaföt. Hvort sem það eru hlýjar tights, compression fatnaður, dryfit bolur eða hvað það nú er þá eiga hlauparar og íþróttafólk sjaldnast of mikið af íþróttafötum.