Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Kasjúhnetusósa

Kasjúhnetusósa

Núna í mjólkurlausa átakinu mínu áttaði ég mig á að allar kaldar sósur eru með einhverjum mjólkurvörum (allavega allar þær sem ég fann í búðinni). Þar sem kaldar sósur eru ómissandi með grillkjötinu á sumrin, sérstaklega í ferðalögum gerði ég mína eigin sósu. Hún er svo einföld, fljótlegt að gera hana og svo auðvitað bragðgóð. Ég mun framvegis kjósa þessa sósu fram yfir aðrar sósur.

Innihald og aðferð:

  • 4 kúfullar tsk af Biona Majónesi. (Þetta majónes er aðeins þynnra enn annað og gott að gera sósu úr því)
  • 60 gr af H-berg Kasjúhnetum.
  • Salt&ipipar
  • Smá sterka sósu eins og sriracha – ef þér finnst sterkt gott.

Bæta við smá Biona Olive olíu ef þið viljið hafa sósuna þynnri eða kasjúhnetum ef þið viljið hafa hafa hana þykkari.

Þessu er svo blandað saman t.d með töfrasprota eða blandara.

Mér finnst þetta líka æðileg sósa/dressing þegar ég fær mér salat, sætum karöflum og kartöflustrá. Þarf ekker endilega að vera kjöt að mínu mati 🙂

 

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply