Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Sleppa öllum mjólkurvörum í 3 vikur

Sleppa öllum mjólkurvörum í 3 vikur

Þá er komið að seinna átakinu, sleppa öllum mjólkurvörum í 3 vikur. Núna síðast sleppti ég glúteini í 3 vikur til að athuga hvort glúteinið væri að hafa neikvæð áhrif á mig. Margir segja að 3 vikur sé of skammur tími til að átta sig á því. Aftur á móti eru t.d verkir, hausverkur,þreyta og magapína sem kemur reglulega um leið og ég borða mundi ég telja ætti að hætta. Hinsvegar langvarandi þreyta, svefn, orka ofl. gæti kannski tekið lengri tíma.

Læknirinn mældi allavega með þessum tíma og ég mundi taka þetta út (glútein og mjólk) til að ath. hvort það lagi eitthvað. Ég fann ekki mun á mér að sleppa glúteini, held að það sé meira gerið í brauðinu eða sykurinn í kökunum sem mér líður ekki vel af. Ég komst samt að því að sleppa glúteini er ekki mikið mál. Það er í raun ekkert sem ég þurfti að sleppa bara velja ákveðið brauð/hrökkbrauð/köku ofl sem smakkaði yfirleitt alveg eins. Sérstaklega vörurna frá Schär, ef þú ert að fá gest í heimsókn sem borðar ekki glútein þá mæli með að kaupa vörur frá þeim. Það er helst með veislur sem maður þarf að athuga með veitingar, en það eru til brauð, kex, kökur/kökudeig sem hægt er að kaupa sem er glúteinlaust.

Þá er komið að því að sleppa mjólkurvörum. Ekki bara rjóma, osti og annað sem er í mjólkurkælinum í búðinni. Heldur má ekki vera neitt mjólkurinnihald t.d í súkkulaði, sósum, eða fiskurinn má ekki vera steiktur upp úr smjöri. Ég held að þetta verði aðeins meira krefjandi þar sem ég elska ost, rjóma og ís.

Það er auðvelt að lesa á innihaldslýsinguna til að vita hvort það sé mjólk í vörunni. Ef það er

  • mjólk
  • mjólkurduft
  • mjólkursykur
  • mjólkurprótein
  • enska : Whey-/Milk- eitthvað

Ég er aðeins búin að lesa um mjólkuóþol, t.d hægt að lesa hér eins grein. Ég veit ekki hvort ég sé með óþol en verður áhugavert að sjá hvaða/hvort einhver munur verður ef ég sleppi mjólkurvörum. Reyndar veit ég líka um eina stelpu sem er með óþol fyrir próteininu sem er í kúamjólk, þá skiptir ekki máli hvort mjólkin sé laktosarfrí og hún má borða mjólkurvörur af öðrum dýrum t.d geitaost!

Ég ætla að byrja á morgun, 2. ágúst og til þá 22. ágúst. Ég held áfram að vera dugleg að setja inn á Snapchat hvað ég er að borða, notendanafnið er fjolasigny. Einnig mun ég birta einhverjar myndir ofl. inn á hópinn Félagar Fjólu á Facebook.

Endilega vertu með í þessu átaki og reyndu að fá fleiri tila að vera með 🙂

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply