Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Pestó-döðlu kjúklingur

Pestó-döðlu kjúklingur

Ég ætla að deila með ykkur æðislegri marineringu/sósa  sem er góð með öllu t.d Kjúkling, hef líka notað hana með fiski.

Pestóið sem ég notaði

Pestóið sem ég notaði

Ég byrja á að steikja kjötiðupp úr olíu og hvítlauk (hvort sem það er kjúklingur, fiskur eða eitthvað annað). Það er svo bæði hægt að setja kjötið heilt eða brytjað niður í eldfastmót og hita í ofni í ca. 30 mín á 180°C eða steikja áfram á pönnu.

Þessi uppskrift er glúteinlaus og hægt að hafa hana mjólkulausa.

Innihald miða við að eldaðar séu 3-4 kjúklingabringur:

 • 1 krukka af rauðu pestói
 • 10 smátt saxaðar H-bergs döðlur

  Ég nota alltaf H-bergs döðlur

  Ég nota alltaf H-bergs döðlur

 • 4 kúfullar msk af rjómaosti (hægt að nota 2-3 msk af kóksrjóma til að hafa mjólkulaust)
 • 2-3 tsk sólþurrkaðir tómatar

  Sólþurrkaði tómatar sem ég notaði

  Sólþurrkaði tómatar sem ég notaði

 • 3-4 sneiðar af jalapeno (má sleppa ef þú vilt ekki hafa matinn sterkann)
 • 1 tsk af sterkri sósu(má sleppa ef þú vilt ekki hafa matinn sterkann)
 • 1/2 box saxaðir sveppir
 • 1/2 saxaður rauðlaukur
 • 1 kúfull tsk af dijon sinep
 • 1-2 tesk af pressuðum hvítlauk (ef hann er ekki notaður til að steikja kjötið)

Blanda öllu vel saman, blanda svo kjötinu vel við.

Það er sniðugt að búa til þessa blöndu daginn áður til að spara tíma. Það þarf þá að geyma blönduna í ísskáp.

Sólgæti stutt híðishrísgrjón

Ég mæli með þessum hrísgjrónum, mér finnst skipta miklu máli að hrísgrjónin séu stutt – mér finnst þau vera bragðbetri en lögnu.

Ég mæli með að hafa hrísgjón með þessu en alveg hægt að hafa kartöflur líka.

Allir sem hafa smakkað þennan rétt hjá mér hafa gefið honum topp einkunn svo þetta ætti að vera góður réttur fyrir næsta matarboð.

Döðlu-pestóréttur

Kjúklinga döðlu-pestóréttur með hrísgrjónum.

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply