Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Lungnabólga – hvenær má ég fara æfa?

Lungnabólga – hvenær má ég fara æfa?

Ég fékk lungnabólgu fyrir rúmum tveimur vikum. Ég hef aldrei fengið lungnabólgu áður og vissi lítið sem ekkert um þennan sjúkdóm. Ég vissi að maður getur orðið mjög veikur og ekki sjúkdómur sem íþróttamenn vilja fá. Svo ég ákvað að skrifa smá um mína reynslu, vona að þetta geti hjálpað einhverjum. Ég er samt enginn læknir, en þetta er flest almenn vitneskja sem maður veit ekki um ef maður hefur ekki orðið svona veikur áður.
Læknirinn sem greindi mig útskýrði ekkert mikið fyrir mér hvað það þýddi að vera með lugnabólgu. Þetta er pína bara „common sense.“ En mig vantaði að vita hversu lengi ætti ég að hvíla. Hversu lengi ætti ég að vera heima.

Eftir að ég var búin ræða við fólk í kringum mig kom í ljós hvað það voru ótrúlega margir búnir að fá lungabólgu og gátu ráðlagt mér hvað ég ætti „ekki að gera.“ Það virðist vera mjög algengt að fólk fari of snemma af stað og það getur orsakað t.d:

 • Astma í kjölfarið.
 • Fengið meiri sýkingu og verri lungabólgu – verið veikur í nokkrar vikur
 • Verra ónæmiskerfi og líklegri til að vera veikur aftur og aftur næstu vikur/mánuði
 • Tekið marga mánuði að jafna sig almennilega.

Ekki vill maður lenda í þessu. Hvað getur maður þá gert til að ná sér sem fyrst og hvenær á maður að mæta aftur í vinnu/á æfingu?

 • Vera heima á meðan maður eru mjög veikur og vera heima í 1-2 daga eftir maður er orðin hitalaus.
 • Ekki vera mikið á almenningsstöðum fyrst á eftir því ónæmiskerfið er veikt – ekki fara að versla, sund, ræktina.
 • Farðu í langa heita sturtu heima hjá þér, andaðu í gufunni og hreinsaðu lungun.
 • Gott að fara í heitt bað og svitna vel, hreinsa líkamann. Mæli með að setja Epsom salt sem hjálpar líkamanum að losa sig við óhreinindi. Einnig gott að setja piparmyntu, vick, hitakrem til að losa meira.
 • Ef þú ert ekki með bað og hefur ekki orku í að standa lengi í sturtu þá er hægt að setja piparmyntu, vick, hitakrem í sjóðandi heitt vatn og breiða viskustykki yfir. Setja höfuðið undir viskustykkið/handklæðið og anda að sér gufunni.
 • Ef þú ert að hósta einhverju upp, losaðu þig við það – ekki kyngja aftur. Þetta eru sýklar sem líkaminn vill losa sig við.
 • Ekki gleyma að borða og drekka, oft gott að drekk drykki sem eru ríkir af steinefnum eins og t.d magnesíum og kókosvatn. Því þegar maður er með hita og svitnar þá losa líkaminn um steinefni. Einnig er kókosvatn mjög næringarríkt og því gott að drekka það ef maður hefur litla matarlist.
 • Ekki fara á æfingu fyrr en verkurinn í lungunum er farin. Farðu þá 1-2 síðar á æfingu.
 • Þegar þú ferð aftur á æfingu, ekki gera mikið af æfingum sem reyna mikið á lungun. Hlustaðu vel á líkamann. Ef þú hóstar rosalega mikið, færð verk í lungun eða er rosa mátlaus stoppaðu þá.
 • Auktu álagið smá saman og vertu viss um að þú sért ekki pína þig áfram – þá krassaru niður.
 • Á fyrstu æfingunni minni hljóp ég bara stuttar hraðaaukningar, fékk pínu verk i lungun eftir 2. Þá hvíldi ég aðeins lengur en verkurinn var lítill og fór fljótt. Þá tók ég aðra tvo. Ég tók svo styrktaræfingar, jafnvægi og endaði á að rúlla.
 • Ég hvíldi daginn eftir, fékk auðvitað harðsperrur enda ekki búin að hreyfa mig lengi. Ég prófaði aftur að hlaupa aðeins lengra en ég náði þá að hlaupa 7x áður en ég fékk sama litla verk í lungun.
 • Það er hægt að fá púst til að flýta og hjálpa til við bata. Ég fékk 30 daga skammt af ventolin pústi. Þá er maður með minni hósta og ekki eins andstuttur.
 • Í flestum tilfellum verður maður að fá sýklalyf til að geta unnið á sýkingunni í lungunum.
 • Það er eðlilegt að þolið minnki og sé verra í einhverjar vikur á eftir.

Má ég þá ekkert æfa?

 • Ekki fara á æfingu en þú gætir gert eitthvað rólegt heima hjá þér.
 • Ég gerði ekkert fyrstu dagana en þá fór ég að stirðna rosalega upp og fá verki. Ég fór því þá leið að gera mjög rólega æfingar þannig mér hitnaði (ekki kófsveitt). Gerði jóga æfingar, jafnvægisæfingar, teygjur.

Hver eru einkenninn af því að vera vera með lungnabólgu?

 • Ef þú er að hósta upp blóði/blóðkögglum eða blóð í slími er það góð vísbending að þú ættir að leita til læknis. Það gæti líka verið einkenni af slæmri barkabólgu.
 • Verkur í lungum og í baki.
 • Fyrsta daginn áður en ég var neitt veik þá var ég með rosalegan verk í lungunum, leið eins og lungun væru að brenna – sérstaklega ef ég hóstaði.
 • Þurr hósti til að byrja með.
 • Það fylgir yfirleitt beinverkir og hiti.

Þú getur t.d lesið um lungnabólgu á doktor.is.

Ef þér finnst ég vera að gleyma einhverju eða ert með aðra reynslu af því að fá lungabólgu, endilega skrifaðu það hér í athugasemd. 🙂

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

2 thoughts on “Lungnabólga – hvenær má ég fara æfa?

 • Ég hef nokkrum sinnum fengið lungnabólgu. Það er ekki alltaf sama upplifun. Núna síðasta sumar fékk ég víruslungnabólgu en ekkert kvef. Ég er ekki orðin góð ennþá.

  Reply
  • Fjóla Signý Post author

   okay, hvað er langt síðan þú fékkst lungabólguna? ertu með eitthvað sérstakt ráð ?

   Reply

Leave a Reply