Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Svona ætla ég að hámarka tanið í sumar

Svona ætla ég að hámarka tanið í sumar

Það styttist í að ég fari í æfingaferð til Tenerife í 2 vikur. Það er mikil tilhlökkun hjá hópnum enda eru æfingabúðir eitt það skemmtilegasta sem íþróttamenn gera. Við æfingafélagarnir fórum að tala um að fara varlega í að sóla okkur þegar við komum, því sumir hefðu farið illa á því að nota litla sólarvörn og varla náð að fara aftur í sólbað það sem eftir var ferðarinnar!

Í kjölfarið kom fólk með reynslusögur um að taka inn hylki með andoxunarefni í 2 vikur fyrir ferðina og halda því áfram eftir við komum út. Einn talaði um að hann hefði verið að taka inn adoxunarefni og var svo mikið í sól í nokkra daga og hann hafði aldrei verið eins brúnn og þá.

Ég fór að lesa mér til um andoxunarefni en þá komst ég að því að ef við erum mikið í sól þá þurfum við meira á andoxunarefnum að halda. Reyndar líka ef við borðum mikið af djúpsteiktum og brenndum mat, reykjum eða í mikilli megrun.

Ég vissi að andoxunarefni hjálpa til við að:

  • vinna á harðsperrum – hjálpar frumum að endurnýja sig
  • hjálpa til við að vinna á sólbruna
  • Góð vörn gegn krabbameini
  • vinna gegn öldrun með ýmsum hætti.

Eftir að hafa lesið mér aðeins til um áhrifin komst ég einnig að því að andoxunarefnið hjálpar til við:

  • Að draga úr hættu á æðakölkun, blóðtappa og öðrum æðasjúkdómum.
  • Minnkað hrukkumyndun.
  • minnkað hárlos.

Það eru vísindalegar rannsóknir sem sýna bæði virkni þess að taka inn andoxunarefni og líka á móti. Það sem gerist þegar frumur í líkamanum skemmast t.d þegar við eldumst er að frumurnar verða fyrir oxun. Andoxunarefni vernda og hjálpa frumum að „laga sig.“ Andoxunarefni er að finna í ávöxtum og þá í miklu mæli t.d í berjum. Þau eru líka í vítamínum eins og C-vítamín og E-vítamín. En til þess að fá meira magn og vera viss um að fá nóg er hægt að kaupa hylki. Það eru til mismunandi framleiðendur en ég er sjálf að taka inn Antioxidant Nutrient frá Terranova. Í þessu hylkjum er einmitt C-vítamín og E-vítamín tvö helstu innihaldsefnin

Ég fékk Antioxidant Nutrient frá Heilsu til að prófa. Þið getið lesið um þeirra vöru hér, þessi hylki er hægt að fá í öllum helstu búðum sem selja vítamín eins og Heilsuhúsinu, Lyfju og Nettó. Ég ætla að halda áfram að taka inn þessi hylki og á meðan ég verð úti í 2 vikur. Ég á frekar erfitt með að verða brún þannig þetta verður spennandi að sannreyna að taka inn andoxunar hylki og ná þannig meiri lit sem endist líka lengur!

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply