Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Sykurlaust bananabrauð

Sykurlaust bananabrauð

Hér kemur ótrúlega einföld uppskrift af banabrauði.

Ég tók tímann að eftir ég var búin að finna til öll innihaldsefni og áhöld var á nákvæmlega 10 mínútur að hræra allt saman. Það er þægilegast að nota handþeytara til að hræra saman en auðvitað er hægt að nota hrærivél 🙂20151127_194517366_iOS

Það er alltaf gott að borða eitthvað nýbakað og sérstaklega ef það er kalt úti. Mér finnst enn betra að fá  nýbakað brauð í morgunmat. Ég hef því hrært deigið kvöldið áður sett það í brauðformið, set filmu yfir og geymt inn í ísskáp yfir nóttina. Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna er svo að kveikja á ofninum og setja brauðið inn.

Allir sem hafa smakkað þetta brauð trúa ekki að þetta sé „hollt“ brauð að það sé enginn sykur í því. Það er jú gervisæta en minna af henni en venjulega er af sykri/púðursykri í flestum banana uppskriftum. Það er einnig hveiti en það er heilhveiti (það er aldrei til hvítt hveiti heima hjá mér).

Innihald:

2 egg20151128_101719145_iOS
1 bolli sukrin gold
3 vel þroskaðir bananar stappaðir saman
2 tsk matarsódi
1/2 bolli haframjólk
2 bollar heilhveiti
(1 bolli er sama og 235 ml.)

Aðferð:

  • Þeyta saman sukrin gold og egg
  • Stappa saman bananana og hræra saman
  • Bæta við mjólk og matarsóda og hræra saman
  • Setja 1 bolla í einu af hveiti og hræra samanthumb_IMG_9403_1024
  • Hella í brauðform. Mér finnst best að nota sílikon form en ef það er notað álform mæli ég með að setja bökunarpappír undir svo það sé auðveldara að ná brauðinu upp út.
  • Baka i 55-65 min i 180C a blástur. Eða þangað til að að brauðið er tilbúið – það er hægt að átta sig á því með því að stinga í brauðið með prjón. Þegar það á ekki að koma neitt deig á prjóninn er brauðið tilbúið.

Mér finnst langbest að fá mér þykka sneið með hreinu íslensku smjöri og osti.thumb_IMG_9407_1024

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply