Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Fimmvörðuháls – gangan og mín ráð

Fimmvörðuháls – gangan og mín ráð

Síðustu helgi eða 29. ágúst gekk ég í fyrsta sinn Fimmvörðuháls.

Ég vissi lítið um leiðina vissi bara að það væri fallegt, skemmtilegt og hraunið væri enn volgt á þessum slóðum. Það eru til upplýsingar um þessa leið og las ég eftir á t.d grein inn á Gönguleiðir.is. Mig langaði þó að deila með ykkur hlutum sem er gott að vita áður. Að mínu mati er það:

 

Byrjuðum á að borða vel áður en við lögðum af stað
  • Það tekur rúma 6 klst ef maður gengur rösklega og stoppar lítið að ganga leiðina. Þegar leiðsögumenn fara með ferðamenn er reiknað með 9-10 tímum. Við vinkonurnar vorum 9 klst. enda var frábært veður og ekkert að flýta okkur. Ef það er kalt getur maður ekki stoppað lengi því þá kólnar maður niður.
  • Ekki fara beint úr sófanum í gönguna. Mæli með að fara í tvær styttri fjallgöngur á 10 dögum áður ef það er ekkert mál ertu í góðum málum.
  • Ekki taka of mikið nesti með – ekki bera óþarfa farangur. Borðaðu vel áður og vertu með létt, næringaríkt og orkumikið nestið. Við tókum t.d power protein bar frá dr. Mercola, súrdeigsbrauð ásamt rauðu pestói frá Lifandi Markaði. Það var aðal orkan okkar, einnig var ég með 2 vatnsbrúsa annar með kókosvatni og hinn með allskonar næringraefnum.

  • Fylltu á vatnsflöskuna þína í læknum við brúna því eftir það er erfitt að komast í vatn.
  • Taktu með þér svartan ruslapoka til þess að renna þér niður brattar snjóbrekkur. Það er bæði fljótlegra og skemmtilegra að renna sér niður. En æskilegt að vera í þykkum eða tveimur buxum því það getur verið sárt að renna sér á klakanum. Sérstaklega niður Bröttufönn (bratta brekkan sem er oft þakin í snjó eins og nafnið ber með sér hún er staðsett þegar byrjað er að ganga niður í Þórsmörk.)
    Brattafönn – brekka sem er mun auðveldara að renna sér niður en að ganga

  • Ég mæli með að vera í gönguskóm (ekki venjulegum strigaskóm). Þar sem undirlagið er oft ósétt, labbað á hrauni og grjóti. Gönguskór veita mun betri stöðuleika.
  • Ég notaði göngustafi í fyrsta skipti og sé ekki eftir því. Þeir gerðu gönguna auðveldari ásamt að veita betri stöðguleika þegar maður rann til.
  • Það er enn hægt að grilla pylsur í hrauninu. Heitasti staðurinn er efst á kambinum á Magna og Móða. Það þarf að grafa holu og við vorum ekki með skóflu og gátum því ekki grafið langt niður. Hraunið er laust í sér svo það er enginn vandi að grafa þó að maður væri aðeins með leikfangaskóflu. Við grófum inn í hraunið svo að við mynduðum ofn og hituðum pylsur frekar en að grilla þær. Mæli með að taka smá álpappír til setja pylsurnar á.
  • Það er gaman að vera með Garmin úr sem getur sagt þér hversu langt og lengi þú hefur gengið. Ég gleymdi mínu heima og var mjög svekkt. Ég notaði app í símanum en batteríð var fljótt að fara.
  • Taktu með þér ferðahleðslu. Ef þú ert að taka mikið af myndum á símann þinn er batteríð fljótt að fara því hitastigið er lægra og símar virka verr í kulda.
  • Ef þú átt ekki síma með góðri myndavél taktu þá góða myndavél með því að landslagið er æðislegt.
  • Það er skemmtilegra að ganga frá skógum að Þórsmörk, enda algengara. Þar sem það er byrjað að fara upp mikla hæð með stiga upp hjá Skógarfoss í stað þess að ganga upp mikinn og langan bratta hjá Þórsmörk. Einnig er fallegra að ganga á móti öllum óteljandi fossum á leiðinni.
Kkattarhryggur – gil sitthvoru megin við gönguleiðina
Gengið niður með stuðning frá keðjum á gönguleiðinni.
  • Þegar gengið er niður í Þórsmörk eru keðjur og kaðlar á erfiðustu stöðunum. Mér fannst þó frekar andlega erfitt að labba yfir Kattarhrygginn þar sem þú labbar á kambinum og gil sitt hvoru megin við.
Hér koma en fleiri myndir hér að neðan sem ég tók á leiðinni niður í Þórmörk. Ég er ekki búin að breyta myndunum neitt. Litirnir og umhverfið er bara svo ótrúlega stórbrotið á þessum slóðum.

 

 

 

 

 

 

 

 

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply