Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Vegan grænmetisréttur

Vegan grænmetisréttur

Ég elska þegar ég ákveð að elda mér eitthvað áður en það skemmist og úr verður æðislega bragðgóður matur!

Til dæmis í dag átti ég fullt box af sveppum sem voru alveg að fara að skemmast. Hvað gerir maður þá? allavega ekki henda því! alveg bannað að henda mat! Ekki borða samt ónýtan mat heldur borða heldur að maður á að borða matinn áður en hann skemmist og borða afganga eða elda passlega mikið! Ef maður gerir það sparar maður marga þúsundkalla í mánuði!

Þessi réttur getur verið:

 • Sykurlaus.
 • Glútenlaus.
 • Vegan.
 • Hitaeiningasnauður.
 • Einfalt.
 • Fullt, fullt af allskonar vítamínum!
 • Passar fyrir tvo, fleiri ef þú bæti pasta við.

Rétturinn inniheldur:

 • Smá kókosolía/smjör
 • 1 lítil rófa
 • 1/2 appelsínugul paprika (ég vel appelsínugula því hún er mildust og ég er að venja mig á að borða papriku)
 • 1/2 rauðlaukur
 • 1 box af sneiddum sveppum
 • 1/2 kúrbítur
 • 3 hvítlauksrif
 • 1 dós hakkaðir tómar eða 3 tómar látnir standa í sjóðandi vatni í 5-10 min., þá er vatninu hellt af, hýðið tekið af og að lokum stappað saman í mauk.

Krydd eftir smekk:

 • Pipar (snéri kvörninni yfir allt svo það fór pipar yfir allt)
 • Sjávarsalt (ca. 1/3 tsk.)
 • Kóríander (ca. 1/2-1 tsk.)
 • Chilli (ca. 1/2 tsk.)
 • Rósmarín (ca. 1/2-1 tsk.)
  Um að gera að smakka til og krydda eftir smekk.

Góð viðbót:

 

 • Ostur yfir. Ég notaði rifin 17% ost og vegan ost. Líka hægt að nota parmesan ost.
 • Hægt að bæta við pasta saman við.
Aðferð:

 • Ef þú ætlar að hafa pasta með skaltu byrja á að sjóða það og hafa tilbúið. Þegar þú ert búin að hella vatninu af pastanu og það er klárt er gott að setja smá smjörklípu (má vera kókosolía) og blanda við. Þá festist pastað ekki saman.
 • Byrja á að skera niður Rófuna í litla bita og steikja upp úr kókosolíu (þeir sem eru ekki fyrir kókosbragðið geta líka notað t.d smjör). Rófurnar þurfa lengri tíma til að steikjast í gegn en hitt grænmetið
 • Skera niður og bæta út í eftirfarandi röð: kúrbít, lauk, papriku, sveppir, hvítlauk. Ástæðan er því þetta þarf mislangan tíma til að steikjast.
 • Krydda og leyfa þessu að steikjast í ca. 5 mín. eða þar til allt grænmetið er orðið mjúkt.
 • Bæta þá við tómatmaukinu og leyfa að malla í ca. 5 mín.
Svo er bara að borða og njóta. Endilega senda á mig hvernig ykkur fannst og hvort þið hafið bætt einhverju sem gerði þetta extra gott. 🙂

Tilvalið að taka með í nesti! Ef maður tekur með sér nesti þá er maður ekki bara að spara heldur þá borðar maður yfirleitt mun hollar!

Þetta er vegan osturinn sem ég notaði. Það eru margar mismunandi bragðtegundir til hjá Mamma Veit best af vegan osti. Ég hefði ekki trúað því að vegan ostur væri svona góður og ég er sko osta sjúklingur. Þessi ostur er með kryddum í, minnir helst á mexikanskan piparost.
Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Skildu eftir svar