Sumarið 2014 var ekki það skemmtilegasta sem ég hef upplifað. Ástæðan er sú að ég þurfti að hætta að keppa þegar öll stærstu mótin voru eftir á tímabilinu. Ég var í ótrúlegu formi í apríl miðað við að hafa lent í tveim bílsslysum nokkrum mánuðum áður. Síðan byrjaði ég líka að vinna á fullu, keppa, flytja frá Svíþjóð, flytja á Íslandi ofl. Líkaminn var ekki alveg til í allt þetta álag, þannig stutta útgáfan er að annað álag utan brautarinnar varð til þess að líkaminn fór í ofállag og inn í síþreytu.
Mér tókst þó að afreka á þessu stutta tímabili að ná:
– Gulli í 400m og silfri í 200m á móti í Svíþjóð í maí
– Að sigra 400m grind, og tvisvar í 400m hlaup á 3 mótum í mótaröð FRÍ
– Að vera stigahæst og besta afrek á HSK móti
– Að vera valin í A-landsliðshóp 2015
Ég er samt byrjuð að æfa á fullu. Ég er loksins farin að frískast upp og þola meira og meira álag. Ég kem því fersk andlega inn í veturinn. Ég hlakka til að takast á við að byggja upp líkamlegt þol og styrk. Ég veit að það eru margir sem hafa lent í svipuðum aðstæðum og verri. Ég vil sýna ykkur að það er víst hægt að komast aftur í frábært form. Ég set markmiðin hátt og ég ætla að ná verðlaunum á smáþjóðleikunum næsta vor. En þeir verða haldnir að þessu sinni á Íslandi.
Þessar myndir voru teknar á landsliðsæfingu í gær. En í gær var æfing, matur og fundur. Á efstu myndinni er Kristinn Þór Kristinsson, ég og Kári Jónsson. HSK fólkið á svæðinu, við söknuðum þó Agnesar en hún er út í Noregi en hún er líka í landsliðshópnum.
Á neðri myndinni er ég með Hafdísi minni, en við vorum góðir æfingafélagar þegar ég bjó á Akureyri. Eftir það höfum við verið duglegar að ferðast saman og keppa í frjálsum.
Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss.
Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)