Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Yfirlit yfir sumar 2014

Yfirlit yfir sumar 2014

Sumarið 2014 var ekki það skemmtilegasta sem ég hef upplifað. Ástæðan er sú að ég þurfti að hætta að keppa þegar öll stærstu mótin voru eftir á tímabilinu. Ég var í ótrúlegu formi í apríl miðað við að hafa lent í tveim bílsslysum nokkrum mánuðum áður. Síðan byrjaði ég líka að vinna á fullu, keppa, flytja frá Svíþjóð, flytja á Íslandi ofl. Líkaminn var ekki alveg til í allt þetta álag, þannig stutta útgáfan er að annað álag utan brautarinnar varð til þess að líkaminn fór í ofállag og inn í síþreytu. 

Mér tókst þó að afreka á þessu stutta tímabili að ná:
– Gulli í 400m og silfri í 200m á móti í Svíþjóð í maí
– Að sigra 400m grind, og  tvisvar í 400m hlaup á 3 mótum í mótaröð FRÍ
– Að vera stigahæst og besta afrek á HSK móti 
– Að vera valin í A-landsliðshóp 2015
Ég er samt byrjuð að æfa á fullu. Ég er loksins farin að frískast upp og þola meira og meira álag.  Ég kem því fersk andlega inn í veturinn. Ég hlakka til að takast á við að byggja upp líkamlegt þol og styrk. Ég veit að það eru margir sem hafa lent í svipuðum aðstæðum og verri. Ég vil sýna ykkur að það er víst hægt að komast aftur í frábært form. Ég set markmiðin hátt og ég ætla að ná verðlaunum á smáþjóðleikunum næsta vor. En þeir verða haldnir að þessu sinni á Íslandi.
Þessar myndir voru teknar á landsliðsæfingu í gær. En í gær var æfing, matur og fundur. Á efstu myndinni er Kristinn Þór Kristinsson, ég og Kári Jónsson. HSK fólkið á svæðinu, við söknuðum þó Agnesar en hún er út í Noregi en hún er líka í landsliðshópnum. 
Á neðri myndinni er ég með Hafdísi minni, en við vorum góðir æfingafélagar þegar ég bjó á Akureyri. Eftir það höfum við verið duglegar að ferðast saman og keppa í frjálsum. 

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply